Sunnudagurinn gæti líka verið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:30 Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson. Vísir/Anton Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Sjá meira