Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 20. júlí 2016 22:00 FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og Dundalk fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH byrjaði leikinn vel og Sam Hewson kom liðinu yfir á 20. mínútu eftir glæsilega sókn heimamanna. En svo fór að halla undan fæti og Írarnir sóttu í sig veðrið. Staðan í hálfleik var 1-0 en FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega og Dundalk-menn voru mun sterkari aðilinn. David McMillan jafnaði metin á 52. mínútu en tveimur mínútum áður hafði Gunnar Nielsen varið vítaspyrnu frá Ronan Finn. McMillan skoraði svo sitt annað mark á 62. mínútu og kom Dundalk í góða stöðu. Kristján Flóki Finnbogason gaf FH-ingum von þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu eftir góðan undirbúning Stevens Lennon. En þriðja markið sem FH þurfti kom aldrei og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.Af hverju varð jafntefli? FH-ingar byrjuðu og enduðu leikinn vel en í millitíðinni voru þeir skelfilegir. Fyrstu 25 mínúturnar leit út eins og FH myndi rúlla yfir írska liðið og kannski héldu heimamenn að sú yrði raunin. Það var mikið kæruleysi í leik FH-inga sem voru duglegir að búa til færi fyrir Dundalk með því að tapa boltanum á hættulegum stöðum. FH slapp í fyrri hálfleik en þeir voru ekki svo heppnir í upphafi þess seinni þar sem Írarnir stjórnuðu leiknum. Þeir breyttu um leikkerfi og FH-ingar áttu ekki nein svör við því. Eftir mörkin tvö hjá gestunum gerði FH heiðarlega tilraun til að koma til baka en skaðinn var skeður.Þessir stóðu upp úr Sam Hewson spilaði vel í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Steven Lennon átti góða spretti og var mjög góður eftir að hann fékk Kristján Flóka Finnbogason og svo Atla Viðar Björnsson með sér fram. Þá var Bergsveinn Ólafsson góður í vörninni. Hjá Írunum var vinstri kantmaðurinn Daryl Horgan öflugur og David McMillan reyndist Dundalk ómetanlegur en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í einvíginu.Hvað gekk illa? Leikur FH seinni hluta fyrri hálfleiks og fyrri hluta seinni hálfleik var agalega lélegur. Sendingarnar voru slakar og FH-ingar misstu algjörlega tökin á miðsvæðinu. Skiptingarnar breyttu leiknum en hefðu e.t.v. mátt koma fyrr því það var ljóst í hvað stefndi. Gunnar Nielsen gerði vel þegar hann varði vítið frá Finn en manni fannst hann eiga að gera betur í fyrra marki Dundalk.Hvað gerist næst? Ekkert, allavega hjá FH í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir eru úr leik sem hljóta að vera gríðarleg vonbrigði fyrir þetta metnaðarfulla félag sem stefnir á að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. En miðað við þetta einvígi á Fimleikafélagið langt í land með að ná því markmiði. Dundalk mætir Íslandsvinunum í BATE Borisov í næstu umferð.Heimir: Mátt gera færri mistök í Evrópuleikjum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. FH-ingar komust yfir á 20. mínútu en gáfu svo mikið eftir og David McMillan kom Dundalk í 1-2 með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Eftir það var róðurinn þungur fyrir FH-inga sem tókst ekki skora mörkin tvö sem þeir þurftu til að komast áfram. „Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik og einu færin sem þeir fengu voru þau sem við gáfum þeim og svo skot fyrir utan,“ sagði Heimir í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. „Svo breyttu þeir í hálfleik úr 4-4-2 í 4-3-3 og átu bara upp miðjuna hjá okkur. Við réðum ekki neitt við neitt,“ sagði Heimir um byrjunina á seinni hálfleiknum sem varð FH-ingum að falli. „Við náðum að klóra í bakkann og áttum möguleika á að skora þriðja markið í lokin en það gekk ekki.“ Heimir segir að FH-ingar hafi verið sjálfir sér verstir á þessum örlagaríka kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Þú mátt gera færri mistök í Evrópuleikjum en gengur og gerist í íslensku deildinni. Við gerðum of mikið af mistökum fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik. Við misstum boltann á slæmum stöðum og náðum ekki að setja hann inn fyrir vörnina hjá þeim. Þeir refsuðu okkur,“ sagði Heimir en skiptingar hans hleyptu nokkru lífi í FH-liðið. „Það var ekkert annað að gera eftir að við lentum 1-2 undir. Við urðum að bregðast við en það vantaði kannski smá áræðni eða heppni,“ sagði þjálfarinn að lokum.Bergsveinn: Þetta er ekki boðlegt Bergsveinn Ólafsson átti fínan leik í vörn FH þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í kvöld. „Við mættum ekki í seinni hálfleikinn. Við vorum á hælunum og þeir unnu baráttuna,“ sagði Bergsveinn eftir leik. „Þegar þú ert á hælunum í korter er þér refsað. En við reyndum og héldum áfram en svona þetta,“ bætti miðvörðurinn við. Þjálfari Dundalk, Stephen Kenny, breytti um leikkerfi í hálfleik og sú breyting setti FH-inga út af laginu. En á FH ekki að vera með nógu gott lið til að bregðast við einni svona breytingu? „Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Þetta fyrsta korter í seinni hálfleik drepur okkur. Svona lítil breyting á ekki skipta svona miklu máli fyrir okkur. Þetta var lélegt,“ sagði Bergsveinn hreinskilinn. Leikirnir gegn Dundalk voru fyrstu leikir Bergsveins í Evrópukeppni og hann vonaðist að sjálfsögðu eftir að þeir yrðu fleiri í ár. „Þetta eru vonbrigði fyrir okkur alla. Við erum hundsvekktir með þetta. En þetta er búið og gert og nú er ekkert annað að gera en að setja kassann út og hökuna upp og halda áfram að gera vel í deild og bikar,“ sagði Bergsveinn að endingu.Stephen Kenny: Jukum hraðann í spilinu Stephen Kenny, þjálfari Dundalk, var að vonum himinlifandi með að vera kominn áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Mér fannst FH byrja leikinn mjög vel og þeir voru með fína stjórn á honum. Þeir komust yfir en síðustu 20-25 mínúturnar í fyrri hálfleik áttum við góða kafla og fengum færi til að jafna metin,“ sagði Kenny í leikslok. „Í hálfleik sögðum við leikmönnunum að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við myndum skora. Við klúðruðum víti en skoruðum svo tvö góð mörk, það seinna eftir glæsilegt spil. „FH gafst ekkert upp og skiptingarnar hleyptu nýju lífi í liðið. Þetta var tæpt undir lokin.“ Kenny hrósaði sínum mönnum fyrir byrjunina á seinni hálfleiknum þar sem þeir skoruðu mörkin tvö sem réðu úrslitum. „Við jukum hraðann í spilinu og Robert Benson kom inn og var duglegur að skapa. Við stjórnuðum miðjunni,“ sagði Kenny en hans menn mæta BATE Borisov í næstu umferð.Davíð Þór Viðarsson í baráttunni í kvöld.Vísir/Eyþór Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og Dundalk fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH byrjaði leikinn vel og Sam Hewson kom liðinu yfir á 20. mínútu eftir glæsilega sókn heimamanna. En svo fór að halla undan fæti og Írarnir sóttu í sig veðrið. Staðan í hálfleik var 1-0 en FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega og Dundalk-menn voru mun sterkari aðilinn. David McMillan jafnaði metin á 52. mínútu en tveimur mínútum áður hafði Gunnar Nielsen varið vítaspyrnu frá Ronan Finn. McMillan skoraði svo sitt annað mark á 62. mínútu og kom Dundalk í góða stöðu. Kristján Flóki Finnbogason gaf FH-ingum von þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu eftir góðan undirbúning Stevens Lennon. En þriðja markið sem FH þurfti kom aldrei og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.Af hverju varð jafntefli? FH-ingar byrjuðu og enduðu leikinn vel en í millitíðinni voru þeir skelfilegir. Fyrstu 25 mínúturnar leit út eins og FH myndi rúlla yfir írska liðið og kannski héldu heimamenn að sú yrði raunin. Það var mikið kæruleysi í leik FH-inga sem voru duglegir að búa til færi fyrir Dundalk með því að tapa boltanum á hættulegum stöðum. FH slapp í fyrri hálfleik en þeir voru ekki svo heppnir í upphafi þess seinni þar sem Írarnir stjórnuðu leiknum. Þeir breyttu um leikkerfi og FH-ingar áttu ekki nein svör við því. Eftir mörkin tvö hjá gestunum gerði FH heiðarlega tilraun til að koma til baka en skaðinn var skeður.Þessir stóðu upp úr Sam Hewson spilaði vel í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Steven Lennon átti góða spretti og var mjög góður eftir að hann fékk Kristján Flóka Finnbogason og svo Atla Viðar Björnsson með sér fram. Þá var Bergsveinn Ólafsson góður í vörninni. Hjá Írunum var vinstri kantmaðurinn Daryl Horgan öflugur og David McMillan reyndist Dundalk ómetanlegur en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í einvíginu.Hvað gekk illa? Leikur FH seinni hluta fyrri hálfleiks og fyrri hluta seinni hálfleik var agalega lélegur. Sendingarnar voru slakar og FH-ingar misstu algjörlega tökin á miðsvæðinu. Skiptingarnar breyttu leiknum en hefðu e.t.v. mátt koma fyrr því það var ljóst í hvað stefndi. Gunnar Nielsen gerði vel þegar hann varði vítið frá Finn en manni fannst hann eiga að gera betur í fyrra marki Dundalk.Hvað gerist næst? Ekkert, allavega hjá FH í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir eru úr leik sem hljóta að vera gríðarleg vonbrigði fyrir þetta metnaðarfulla félag sem stefnir á að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. En miðað við þetta einvígi á Fimleikafélagið langt í land með að ná því markmiði. Dundalk mætir Íslandsvinunum í BATE Borisov í næstu umferð.Heimir: Mátt gera færri mistök í Evrópuleikjum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. FH-ingar komust yfir á 20. mínútu en gáfu svo mikið eftir og David McMillan kom Dundalk í 1-2 með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Eftir það var róðurinn þungur fyrir FH-inga sem tókst ekki skora mörkin tvö sem þeir þurftu til að komast áfram. „Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik og einu færin sem þeir fengu voru þau sem við gáfum þeim og svo skot fyrir utan,“ sagði Heimir í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. „Svo breyttu þeir í hálfleik úr 4-4-2 í 4-3-3 og átu bara upp miðjuna hjá okkur. Við réðum ekki neitt við neitt,“ sagði Heimir um byrjunina á seinni hálfleiknum sem varð FH-ingum að falli. „Við náðum að klóra í bakkann og áttum möguleika á að skora þriðja markið í lokin en það gekk ekki.“ Heimir segir að FH-ingar hafi verið sjálfir sér verstir á þessum örlagaríka kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Þú mátt gera færri mistök í Evrópuleikjum en gengur og gerist í íslensku deildinni. Við gerðum of mikið af mistökum fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik. Við misstum boltann á slæmum stöðum og náðum ekki að setja hann inn fyrir vörnina hjá þeim. Þeir refsuðu okkur,“ sagði Heimir en skiptingar hans hleyptu nokkru lífi í FH-liðið. „Það var ekkert annað að gera eftir að við lentum 1-2 undir. Við urðum að bregðast við en það vantaði kannski smá áræðni eða heppni,“ sagði þjálfarinn að lokum.Bergsveinn: Þetta er ekki boðlegt Bergsveinn Ólafsson átti fínan leik í vörn FH þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í kvöld. „Við mættum ekki í seinni hálfleikinn. Við vorum á hælunum og þeir unnu baráttuna,“ sagði Bergsveinn eftir leik. „Þegar þú ert á hælunum í korter er þér refsað. En við reyndum og héldum áfram en svona þetta,“ bætti miðvörðurinn við. Þjálfari Dundalk, Stephen Kenny, breytti um leikkerfi í hálfleik og sú breyting setti FH-inga út af laginu. En á FH ekki að vera með nógu gott lið til að bregðast við einni svona breytingu? „Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Þetta fyrsta korter í seinni hálfleik drepur okkur. Svona lítil breyting á ekki skipta svona miklu máli fyrir okkur. Þetta var lélegt,“ sagði Bergsveinn hreinskilinn. Leikirnir gegn Dundalk voru fyrstu leikir Bergsveins í Evrópukeppni og hann vonaðist að sjálfsögðu eftir að þeir yrðu fleiri í ár. „Þetta eru vonbrigði fyrir okkur alla. Við erum hundsvekktir með þetta. En þetta er búið og gert og nú er ekkert annað að gera en að setja kassann út og hökuna upp og halda áfram að gera vel í deild og bikar,“ sagði Bergsveinn að endingu.Stephen Kenny: Jukum hraðann í spilinu Stephen Kenny, þjálfari Dundalk, var að vonum himinlifandi með að vera kominn áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Mér fannst FH byrja leikinn mjög vel og þeir voru með fína stjórn á honum. Þeir komust yfir en síðustu 20-25 mínúturnar í fyrri hálfleik áttum við góða kafla og fengum færi til að jafna metin,“ sagði Kenny í leikslok. „Í hálfleik sögðum við leikmönnunum að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við myndum skora. Við klúðruðum víti en skoruðum svo tvö góð mörk, það seinna eftir glæsilegt spil. „FH gafst ekkert upp og skiptingarnar hleyptu nýju lífi í liðið. Þetta var tæpt undir lokin.“ Kenny hrósaði sínum mönnum fyrir byrjunina á seinni hálfleiknum þar sem þeir skoruðu mörkin tvö sem réðu úrslitum. „Við jukum hraðann í spilinu og Robert Benson kom inn og var duglegur að skapa. Við stjórnuðum miðjunni,“ sagði Kenny en hans menn mæta BATE Borisov í næstu umferð.Davíð Þór Viðarsson í baráttunni í kvöld.Vísir/Eyþór
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira