Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2016 11:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson í baráttunni í fyrri leik FH og Dundalk. vísir/ryan FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Íslandsmeistararnir eru í fínni stöðu í einvíginu eftir 1-1 jafntefli ytra þar sem Steven Lennon, Skotinn í framlínu FH, skoraði jöfnunarmark gegn sínum gömlu félögum. Komist FH í gegnum Írana í kvöld bíður þeirra tveggja leikja viðureign gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem þrisvar sinnum hefur komið áður hér til lands og unnið FH tvívegis og Val einu sinni. Eins og alltaf í Meistaradeildinni eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu fyrir íslensku liðin og leikurinn í kvöld er engin undantekning fyrir FH-inga. Með því að afgreiða Írana í kvöld er liðið búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann. FH fær 300 þúsund evrur eða 40 milljónir króna fyrir einvígið gegn Dundalk og það verður heildarupphæðin tapi liðið í kvöld. Aftur á móti, ef það kemst áfram, borgar UEFA liðunum í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 400 þúsund evrur eða 54 milljónir króna. Þó svo FH takist ekki að leggja BATE að velli fer það samt sem áður í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en fyrir það fær Hafnafjarðarliðið 230 þúsund evrur eða 31 milljón króna. Heildarverðlaunafé FH fyrir að komast áfram í kvöld verður því að minnsta kosti 125 milljónir króna þegar 85 milljónirnar fyrir næstu tvö einvígi bætast við þær 40 sem liðið er nú þegar öruggt með fyrir leikina gegn Dundalk.Leikur FH og Dundalk verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48