Anton Sveinn: Fann ekki kraftinn til að keyra á þetta í lokin Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 9. ágúst 2016 17:44 Anton Sveinn McKee eftir sundið. Vísir/Anton Anton Sveinn McKee var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í kvöld. Anton Sveinn McKee var rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu en það hefði skilað honum fjórtánda sæti í undanrásunum. Anton Sveinn endaði hinsvegar í átjánda sætinu og er úr leik. „Þetta var tæpt en svona er þetta oft," sagði Anton Sveinn McKee strax eftir sundið. Hann varð í áttunda sætinu fyrstu 150 metrana en hækkaði sig um tvö sæti á síðustu 50 metrunum. „Ég ætlaði að koma með þá taktík að synda rólega út. Ég er sterkari á seinni partinu og ætlaði að keyra vel á hann. Það small ekki alveg hjá mér á seinustu 50 metrunum," sagði Anton Sveinn. „Ég ætlaði þá að keyra á þetta en fann ekki alveg kraftinn í það," sagði Anton. Hann er þekktur fyrir að eiga góða endaspretti þegar hann siglir eins og eimreið í markið en hann náði henni ekki í gang í kvöld. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi," sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum," sagði Anton. „Ég kemst að því hvað það var og laga það fyrir næsta tímabil," sagði Anton en hann hefur nú lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Rússinn ungi Anton Chupkov náði besta tímanum en hann synti á 2:07.93 mínútum eða 3.46 sekúndum hraðar en Anton Sveinn. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Anton Sveinn McKee var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í kvöld. Anton Sveinn McKee var rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu en það hefði skilað honum fjórtánda sæti í undanrásunum. Anton Sveinn endaði hinsvegar í átjánda sætinu og er úr leik. „Þetta var tæpt en svona er þetta oft," sagði Anton Sveinn McKee strax eftir sundið. Hann varð í áttunda sætinu fyrstu 150 metrana en hækkaði sig um tvö sæti á síðustu 50 metrunum. „Ég ætlaði að koma með þá taktík að synda rólega út. Ég er sterkari á seinni partinu og ætlaði að keyra vel á hann. Það small ekki alveg hjá mér á seinustu 50 metrunum," sagði Anton Sveinn. „Ég ætlaði þá að keyra á þetta en fann ekki alveg kraftinn í það," sagði Anton. Hann er þekktur fyrir að eiga góða endaspretti þegar hann siglir eins og eimreið í markið en hann náði henni ekki í gang í kvöld. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi," sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum," sagði Anton. „Ég kemst að því hvað það var og laga það fyrir næsta tímabil," sagði Anton en hann hefur nú lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Rússinn ungi Anton Chupkov náði besta tímanum en hann synti á 2:07.93 mínútum eða 3.46 sekúndum hraðar en Anton Sveinn.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira