Uppbyggingu siglt í strand Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Ekki er vitað hversu mikið nýfallnir dómar tefja fyrirhugaðar línulagnir Landsnets. vísir/vilhelm Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00