Sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2016 07:00 Húðflúr Irinu Sazanovu hefur vakið athygli Fréttablaðið/Anton Irina Sazonova varð á sunnudaginn fyrst íslenskra fimleikakvenna til að keppa á Ólympíuleikum þegar hún varð í 40. sæti í undankeppni í fjölþraut. Irina var ellefu sætum frá því að komast í úrslit en síðasta stelpan sem komst þangað var Ana Pérez frá Spáni. Irina fékk samtals 53.200 stig en sú spænska var með 55.265 stig. Irina stefndi á 54.000 stig fyrirfram en þau hefðu ekki dugað henni til að komast í hóp þeirra 24 bestu. Irina náði hæst á tvíslá af einstökum áhöldum eða í 58. sæti en hún varð í 60. sæti á gólfi, í 64. sæti á jafnvægisslá og í 67. sæti í stökki. Irina Sazonova hefur þegar sett stefnuna á að komast aftur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár og svo gæti farið að Ísland eignist í henni fastagest á leikunum. Irina skar sig nokkuð úr að einu leyti meðal keppendanna í fimleikakeppni kvenna. Hún er nefnilega með risastórt húðflúr á vinstri fætinum. „Ég fékk þetta fyrir svona ári. Það var mjög sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr,“ viðurkennir Irina. Húðflúðrið á fætinum er þó ekki fullgert og hún á enn eftir að fá meiri lit í það. Irina er aftur á móti komin með Ríó 2016 flúrað aftan á hálsinn í tilefni af því að hún er nú komin í hóp Ólympíufara. Það þekkist meðal Ólympíufara, íslenskra sem erlendra. Hér á myndunum með fréttinni má sjá þessi tvö húðflúr Irinu.Hér má sjá húðflúr Irinu vel.Vísir/Anton Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Irina Sazonova varð á sunnudaginn fyrst íslenskra fimleikakvenna til að keppa á Ólympíuleikum þegar hún varð í 40. sæti í undankeppni í fjölþraut. Irina var ellefu sætum frá því að komast í úrslit en síðasta stelpan sem komst þangað var Ana Pérez frá Spáni. Irina fékk samtals 53.200 stig en sú spænska var með 55.265 stig. Irina stefndi á 54.000 stig fyrirfram en þau hefðu ekki dugað henni til að komast í hóp þeirra 24 bestu. Irina náði hæst á tvíslá af einstökum áhöldum eða í 58. sæti en hún varð í 60. sæti á gólfi, í 64. sæti á jafnvægisslá og í 67. sæti í stökki. Irina Sazonova hefur þegar sett stefnuna á að komast aftur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár og svo gæti farið að Ísland eignist í henni fastagest á leikunum. Irina skar sig nokkuð úr að einu leyti meðal keppendanna í fimleikakeppni kvenna. Hún er nefnilega með risastórt húðflúr á vinstri fætinum. „Ég fékk þetta fyrir svona ári. Það var mjög sárt að æfa fimleika með nýtt húðflúr,“ viðurkennir Irina. Húðflúðrið á fætinum er þó ekki fullgert og hún á enn eftir að fá meiri lit í það. Irina er aftur á móti komin með Ríó 2016 flúrað aftan á hálsinn í tilefni af því að hún er nú komin í hóp Ólympíufara. Það þekkist meðal Ólympíufara, íslenskra sem erlendra. Hér á myndunum með fréttinni má sjá þessi tvö húðflúr Irinu.Hér má sjá húðflúr Irinu vel.Vísir/Anton
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira