Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2016 08:00 Grafík/Fréttablaðið Sumarólympíuleikarnir eru nú haldnir í 31. sinn og að þessu sinni eru þeir komnir alla leið suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu. Suður-Ameríka er þá fimmta heimsálfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu 1896), Norður- og Mið-Ameríku (St. Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne 1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess að halda sumarólympíuleikana. 28 af 30 sumarólympíuleikum til þessa hafa farið fram á norðurhveli jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja skiptið komnir suður fyrir miðbaug. Það að leikarnir fari fram á suðurhvelinu rifjar upp fyrri tvenna leikana sem hafa verið haldnir sunnan við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar góðar minningar og eins og leikarnir byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólkið farið að bæta nokkrum í sjóðinn. Við Íslendingar eignuðumst nefnilega verðlaunahafa á hvorum tveggja hinum leikunum sem fóru fram í þessum hluta heimsins, eða í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu árum (1956) og í Sydney í Ástralíu fyrir sextán árum (2000). Það var einmitt á þessum tvennum leikum þar sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og fyrsta íslenska íþróttakonan vann Ólympíuverðlaun árið 2000. Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur Einarsson afreki sem hefur ekki enn verið bætt þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en á endanum var það Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva sem stökk tíu sentimetrum lengra en hann. Vilhjálmur fékk því silfur en síðan eru liðin sextíu ár og enginn Íslendingur hefur gert betur en hann. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Fyrstu og einu Ólympíuverðlaun íslenskrar konu vann Vala Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir fóru síðast fram á suðurhveli. Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökkunum sínum og endaði á því að setja bæði Íslands- og Norðurlandamet með því að stökkva yfir 4,50 metra. Allar aðrar voru búnar að fella í það minnsta einu sinni þegar Vala fór yfir 4,50 metra. Á endanum stukku þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum (4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá Ástralíu (4,55) hærra og tóku með því gullið og silfrið. Leikarnir í Sydney fyrir sextán árum buðu ekki aðeins upp á bronsverðlaunahafa því bæði Örn Arnarson og Guðrún Arnardóttir náðu sögulegum árangri, Örn besta árangri íslensks sundmanns með því að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og Guðrún besta árangri íslensks hlaupara með því að ná 7. sæti í 400 metra grindahlaupi. Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu átta mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir komust báðar í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá íslenskum sundmanni síðan, jú, leikarnir voru síðast á suðurhveli jarðar. Það er því efniviður til að ná góðum árangri í Ríó og halda kannski uppi þeirri skemmtilegu hefð að ná sögulegum árangri á Ólympíuleikum á suðurhvelinu. Draumur um verðlaun er til staðar en það að eiga marga keppendur í úrslitum er einnig mikið afrek. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir eru nú haldnir í 31. sinn og að þessu sinni eru þeir komnir alla leið suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu. Suður-Ameríka er þá fimmta heimsálfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu 1896), Norður- og Mið-Ameríku (St. Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne 1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess að halda sumarólympíuleikana. 28 af 30 sumarólympíuleikum til þessa hafa farið fram á norðurhveli jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja skiptið komnir suður fyrir miðbaug. Það að leikarnir fari fram á suðurhvelinu rifjar upp fyrri tvenna leikana sem hafa verið haldnir sunnan við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar góðar minningar og eins og leikarnir byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólkið farið að bæta nokkrum í sjóðinn. Við Íslendingar eignuðumst nefnilega verðlaunahafa á hvorum tveggja hinum leikunum sem fóru fram í þessum hluta heimsins, eða í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu árum (1956) og í Sydney í Ástralíu fyrir sextán árum (2000). Það var einmitt á þessum tvennum leikum þar sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og fyrsta íslenska íþróttakonan vann Ólympíuverðlaun árið 2000. Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur Einarsson afreki sem hefur ekki enn verið bætt þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en á endanum var það Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva sem stökk tíu sentimetrum lengra en hann. Vilhjálmur fékk því silfur en síðan eru liðin sextíu ár og enginn Íslendingur hefur gert betur en hann. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Fyrstu og einu Ólympíuverðlaun íslenskrar konu vann Vala Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir fóru síðast fram á suðurhveli. Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökkunum sínum og endaði á því að setja bæði Íslands- og Norðurlandamet með því að stökkva yfir 4,50 metra. Allar aðrar voru búnar að fella í það minnsta einu sinni þegar Vala fór yfir 4,50 metra. Á endanum stukku þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum (4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá Ástralíu (4,55) hærra og tóku með því gullið og silfrið. Leikarnir í Sydney fyrir sextán árum buðu ekki aðeins upp á bronsverðlaunahafa því bæði Örn Arnarson og Guðrún Arnardóttir náðu sögulegum árangri, Örn besta árangri íslensks sundmanns með því að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og Guðrún besta árangri íslensks hlaupara með því að ná 7. sæti í 400 metra grindahlaupi. Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu átta mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir komust báðar í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá íslenskum sundmanni síðan, jú, leikarnir voru síðast á suðurhveli jarðar. Það er því efniviður til að ná góðum árangri í Ríó og halda kannski uppi þeirri skemmtilegu hefð að ná sögulegum árangri á Ólympíuleikum á suðurhvelinu. Draumur um verðlaun er til staðar en það að eiga marga keppendur í úrslitum er einnig mikið afrek.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Sjá meira