Hrafnhildur komin í úrslit

Hrafnhildur verður því á meðal átta keppenda í úrslitasundinu klukkan 01:54 aðra nótt en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona kemst í úrslit á Ólympíuleikum.
Hrafnhildur synti á 1:06,71 og varð fimmta í seinni riðlinum í undanúrslitunum. Hún var með sjöunda besta tímann alls.
Hrafnhildur var með níunda besta tímann í undanrásunum (1:00,81) og hækkaði sig því um tvö sæti í undanúrslitunum.
Hin bandaríska Lillia King var með besta tímann í undanúrslitunum (1:05,70) og Yulia Efimova frá Rússlandi kom þar á eftir á 1:05,72.
Mögulegt er að Ísland eigi tvo fulltrúa í úrslitum á morgun en eftir rúman hálftíma syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir í undanúrslitum í 100 metra baksundi. Fylgjast má með sundinu með því að smella hér.
Tengdar fréttir

Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum.

Eygló Ósk komst ekki í úrslit en hækkaði sig um tvö sæti
Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í 7. sæti í sínum riðli í undanúrslitum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.

Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí.