Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir fyrir Holland en hún á íslenska foreldra. Eyþóra hefur búið alla tíð í Hollandi.
Eyþóra fékk 14.733 í einkunn fyrir tvíslána, 14.300 í einkunn fyrir æfingar á jafnvægisslánni, 13.633 í einkunn fyrir æfingar á gólfi og 14.900 í einkunn fyrir stökkið.
Eyþóra Elísabet gerði flottar æfingar á gólfinu en varð síðan fyrir því óláni að detta í lokastökkinu sínu.
Samanlagt skilaði þetta henni 57.566 stigum. Hún er eins og er í 8. sæti og er komin í úrslit.
24 efstu fimleikakonurnar komast í úrslit en þó með þeirri undantekningu að aðeins geta tvær í úrslitunum komið frá sömu þjóð.
Eyþóra komin í úrslit

Tengdar fréttir

Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit
Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum.