Ricciardo sem er ökumaður Red Bull er þekktur fyrir að vera einkar brosmildur og brosa breitt. Hann virðist oft hrista af sér vonbrigðin á örskotsstundu. Hann vill nú láta taka sig alvarlega.
„Það kemur fyrir að hlutirnir falla einfaldlega ekki með þér. Vegna þess að ég er sífellt brosandi og er þekktur sem hress náungi þá er mikilvægt að fólk viti að þegar hlutirnir eru ekki í lagi þá lætég samt ekki vaða yfir mig,“ sagði Ricciardo.
„Ég mun standa í fæturna og sýna að þetta hefur áhrif á mig. Ég vil að fólk viti að ég þrái að ná árangri í þessari íþrótt. Þorsta mínum verður ekki svalað fyrr en ég næ heimsmeistaratitlinum,“ hélt Ricciardo áfram.
Ricciardo segist hafa hugsað eftir árið 2014 að ef hann hefði haft Mercedes bíl þá hefði hann orðið heimsmeistari. Árið var Ricciardo færður frá Toro Rosso til Red Bull. Ástralinn vill verða heimsmeistari og segir að þangað til það gerist verði hann sífellt með það bak við eyrað.