Ísland verður hundraðasta þjóðin sem kemur inn á Maracana-leikvanginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 19:00 Íslensku keppendurnir eru númer 100 í röðinni inn á Maracana-leikvanginn. vísir/anton Ísland verður að sjálfsögðu í hópi þeirra 206 þjóða sem ganga inn á Estádio Maracana í kvöld þegar 31. Sumarólympíuleikarnir verða settir með viðhöfn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Það hafa aldrei verið fleiri þjóðir sem taka þátt í Ólympíuleikunum en þeim hefur fjölgað frá því á leikunum í London fyrir tveimur árum. 204 þjóðir voru bæði með 2012 sem og í Peking 2008. Kósóvó og Suður-Súdan eru nú með í fyrsta sinn. Meira en ellefu þúsund manns taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó en það mun þó vanta eitthvað í hópinn í kvöld. Sumir er að hvíla sig fyrir keppni á morgun, eins og Íslendingurinn Anton Sveinn McKee og þá er það langt í keppni hjá sumum, eins og hjá Íslendingnum Guðna Val Guðnasyni, að íþróttafólkið er ekki komið til Ríó. Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma eða um 23.00 að íslenskum tíma. Það er búist við því að hún taki um fjóra klukkutíma. Það reynir því á þolinmæði og lappir keppendanna. Þjóðirnar ganga inn á völlinn eftir starfrófsröð í tungumáli gestgjafanna en Brasilíumenn tala portúgölsku. Tvær undantekningar eru á þessu því Grikkir ganga inn fyrstir og heimamenn í Brasilíu koma inn síðastir. Hópur Flóttamanna mun ganga inn saman sem eitt lið og sömuleiðis það íþróttafólk sem keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar. Flóttamennirnir koma næstsíðastir inn á leikvanginn en þau sem keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar verða númer fjórtán í röðinni. Nú er búið að raða öllum upp og þá kom í ljós að íslenska Ólympíuliðið verður það hundrasta sem gengur inn á Maracana-leikvanginn í kvöld. "Islândia" eins og Ísland hljómar á portúgölsku kemur inn á eftir Írum en á undan Ísraelsmönnum. Ísland hefur oft verið næst á eftir Ungverjalandi en núna munu sex þjóðir ganga inn á eftir Ungverjum áður en kemur að íslenska hópnum að ganga inn á leikvanginn. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður og Aníta komu við í Sao Paulo á leið til Ríó Sjö af átta keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó hafa nú skilað sér í Ólympíuþorpið í Ríó en júdókappinn Þormóður Árni Jónsson og Anítu Hinriksdóttir mættu bæði í dag eftir mjög langt ferðalag. 4. ágúst 2016 19:53 Ekkert nema konur á eftir Þormóði á setningarathöfninni Þormóður Árni Jónsson verður eini íslenski karlkyns keppandinn sem gengur inn á völlinn á setningarathöfninni í kvöld. 5. ágúst 2016 16:30 Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó Íslenskur fiskur verður á borði í mötuneyti íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu í ár. Fiskurinn sem kemur frá Íslandi er saltaður þorskur frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík. 4. ágúst 2016 06:00 Með sambataktinn í sundlaugina Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn formlega velkominn í Ólympíuþorpið í gærkvöldi með fjölmennum sambadansi og klassískri Ríó-stemmningu 5. ágúst 2016 17:15 Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Fimm konur skipa átta manna Ólympíulið Íslands í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn í keppnissögu Íslendinga á sumarólympíuleikum þar sem konur eru í meirihluta. Leikarnir í Ríó eru því þegar orðnir sögulegir. 5. ágúst 2016 06:00 Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Ólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro verða settir með viðhöfn á Maracana leikvanginum í kvöld en aldrei munu fleiri þjóðir hafa átt fulltrúaa á leikunum og þar með fánabera í hinni frægu hefð Ólympíuleikanna. 5. ágúst 2016 09:45 Læknirinn kom með víkingaklappið til Ríó Það er alltaf von á víkingaklappinu þessa dagana þegar fleiri en þrír Íslendingar koma saman. 5. ágúst 2016 14:30 Þormóður Árni verður fánaberi Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson verður fánaberi Íslands á opnunarhátið Ólympíuleikanna í Ríó á morgun. 4. ágúst 2016 15:11 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Ísland verður að sjálfsögðu í hópi þeirra 206 þjóða sem ganga inn á Estádio Maracana í kvöld þegar 31. Sumarólympíuleikarnir verða settir með viðhöfn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Það hafa aldrei verið fleiri þjóðir sem taka þátt í Ólympíuleikunum en þeim hefur fjölgað frá því á leikunum í London fyrir tveimur árum. 204 þjóðir voru bæði með 2012 sem og í Peking 2008. Kósóvó og Suður-Súdan eru nú með í fyrsta sinn. Meira en ellefu þúsund manns taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó en það mun þó vanta eitthvað í hópinn í kvöld. Sumir er að hvíla sig fyrir keppni á morgun, eins og Íslendingurinn Anton Sveinn McKee og þá er það langt í keppni hjá sumum, eins og hjá Íslendingnum Guðna Val Guðnasyni, að íþróttafólkið er ekki komið til Ríó. Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma eða um 23.00 að íslenskum tíma. Það er búist við því að hún taki um fjóra klukkutíma. Það reynir því á þolinmæði og lappir keppendanna. Þjóðirnar ganga inn á völlinn eftir starfrófsröð í tungumáli gestgjafanna en Brasilíumenn tala portúgölsku. Tvær undantekningar eru á þessu því Grikkir ganga inn fyrstir og heimamenn í Brasilíu koma inn síðastir. Hópur Flóttamanna mun ganga inn saman sem eitt lið og sömuleiðis það íþróttafólk sem keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar. Flóttamennirnir koma næstsíðastir inn á leikvanginn en þau sem keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar verða númer fjórtán í röðinni. Nú er búið að raða öllum upp og þá kom í ljós að íslenska Ólympíuliðið verður það hundrasta sem gengur inn á Maracana-leikvanginn í kvöld. "Islândia" eins og Ísland hljómar á portúgölsku kemur inn á eftir Írum en á undan Ísraelsmönnum. Ísland hefur oft verið næst á eftir Ungverjalandi en núna munu sex þjóðir ganga inn á eftir Ungverjum áður en kemur að íslenska hópnum að ganga inn á leikvanginn.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður og Aníta komu við í Sao Paulo á leið til Ríó Sjö af átta keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó hafa nú skilað sér í Ólympíuþorpið í Ríó en júdókappinn Þormóður Árni Jónsson og Anítu Hinriksdóttir mættu bæði í dag eftir mjög langt ferðalag. 4. ágúst 2016 19:53 Ekkert nema konur á eftir Þormóði á setningarathöfninni Þormóður Árni Jónsson verður eini íslenski karlkyns keppandinn sem gengur inn á völlinn á setningarathöfninni í kvöld. 5. ágúst 2016 16:30 Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó Íslenskur fiskur verður á borði í mötuneyti íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu í ár. Fiskurinn sem kemur frá Íslandi er saltaður þorskur frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík. 4. ágúst 2016 06:00 Með sambataktinn í sundlaugina Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn formlega velkominn í Ólympíuþorpið í gærkvöldi með fjölmennum sambadansi og klassískri Ríó-stemmningu 5. ágúst 2016 17:15 Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Fimm konur skipa átta manna Ólympíulið Íslands í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn í keppnissögu Íslendinga á sumarólympíuleikum þar sem konur eru í meirihluta. Leikarnir í Ríó eru því þegar orðnir sögulegir. 5. ágúst 2016 06:00 Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Ólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro verða settir með viðhöfn á Maracana leikvanginum í kvöld en aldrei munu fleiri þjóðir hafa átt fulltrúaa á leikunum og þar með fánabera í hinni frægu hefð Ólympíuleikanna. 5. ágúst 2016 09:45 Læknirinn kom með víkingaklappið til Ríó Það er alltaf von á víkingaklappinu þessa dagana þegar fleiri en þrír Íslendingar koma saman. 5. ágúst 2016 14:30 Þormóður Árni verður fánaberi Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson verður fánaberi Íslands á opnunarhátið Ólympíuleikanna í Ríó á morgun. 4. ágúst 2016 15:11 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Þormóður og Aníta komu við í Sao Paulo á leið til Ríó Sjö af átta keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó hafa nú skilað sér í Ólympíuþorpið í Ríó en júdókappinn Þormóður Árni Jónsson og Anítu Hinriksdóttir mættu bæði í dag eftir mjög langt ferðalag. 4. ágúst 2016 19:53
Ekkert nema konur á eftir Þormóði á setningarathöfninni Þormóður Árni Jónsson verður eini íslenski karlkyns keppandinn sem gengur inn á völlinn á setningarathöfninni í kvöld. 5. ágúst 2016 16:30
Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó Íslenskur fiskur verður á borði í mötuneyti íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu í ár. Fiskurinn sem kemur frá Íslandi er saltaður þorskur frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík. 4. ágúst 2016 06:00
Með sambataktinn í sundlaugina Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn formlega velkominn í Ólympíuþorpið í gærkvöldi með fjölmennum sambadansi og klassískri Ríó-stemmningu 5. ágúst 2016 17:15
Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Fimm konur skipa átta manna Ólympíulið Íslands í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn í keppnissögu Íslendinga á sumarólympíuleikum þar sem konur eru í meirihluta. Leikarnir í Ríó eru því þegar orðnir sögulegir. 5. ágúst 2016 06:00
Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Ólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro verða settir með viðhöfn á Maracana leikvanginum í kvöld en aldrei munu fleiri þjóðir hafa átt fulltrúaa á leikunum og þar með fánabera í hinni frægu hefð Ólympíuleikanna. 5. ágúst 2016 09:45
Læknirinn kom með víkingaklappið til Ríó Það er alltaf von á víkingaklappinu þessa dagana þegar fleiri en þrír Íslendingar koma saman. 5. ágúst 2016 14:30
Þormóður Árni verður fánaberi Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson verður fánaberi Íslands á opnunarhátið Ólympíuleikanna í Ríó á morgun. 4. ágúst 2016 15:11