Sport

Boxari handtekinn fyrir kynferðislega áreitni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Undirbúningur Saada er farinn í vaskinn enda er hann í fangelsi.
Undirbúningur Saada er farinn í vaskinn enda er hann í fangelsi. vísir/getty
Ólympíuleikarnir eru búnir hjá boxaranum Hassan Saada áður en þeir hefjast þar sem hann var handtekinn í Ólympíuþorpinu.

Hann er sakaður um kynferðislega áreitni í garð tveggja kvenna sem eru að þrífa íbúðirnar í Ólympíuþorpinu. Þar hefur Marokkóbúinn hafist við síðustu daga.

Dómari í Brasilíu hefur úrskurðað að hann skuli sitja inni næstu 15 daga á meðan mál hans er rannsakað. Hann átti að keppa á morgun en gerir það augljóslega ekki.

Samkvæmt fréttum frá Brasilíu þá ýtti Saada einni hreingerningakonunni upp við vegg, hélt henni þar og reyndi að kyssa hana. Hann er einnig sakaður um að hadfa þuklað á henni brjóstin.

Hvorki Saada né Ólympíusamband Marokkó hafa tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×