

Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn formlega velkominn í Ólympíuþorpið í gærkvöldi með fjölmennum sambadansi og klassískri Ríó-stemmningu
Fimm konur skipa átta manna Ólympíulið Íslands í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn í keppnissögu Íslendinga á sumarólympíuleikum þar sem konur eru í meirihluta. Leikarnir í Ríó eru því þegar orðnir sögulegir.
Ólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro verða settir með viðhöfn á Maracana leikvanginum í kvöld en aldrei munu fleiri þjóðir hafa átt fulltrúaa á leikunum og þar með fánabera í hinni frægu hefð Ólympíuleikanna.
Nígería lenti í Brasilíu sex tímum fyrir leik sinn gegn Japan og vann í ótrúlegum leik. Brasilía olli vonbrigðum í sínum leik.
Brasilíski blakmaðurinn Sérgio Dutra Santos hefur sett fram óvenjulega ósk nú þegar Ólympíuleikarnir fara fram i heimalandi hans.