Bannar fjölskyldu sinni að mæta á leikina sína á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 19:15 Sérgio Santos í leik með brasilíska blaklandsliðinu. Vísir/Getty Hinn fertugi Sérgio Dutra Santos á möguleika á því að vinna til verðlauna á sínum fjórðu Ólympíuleikum en hann vill alls ekki vita af fjölskyldumeðlimum sínum í stúkunni. „Ég vil ekki að fjölskylda mín komni til að horfa á leikina. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að það sé allt í lagi með þau. Ég vil vita móður minni og fjölskyldu minni á öruggum stað. Þetta er alls ekki tími né stund til að hafa áhyggjur af börnunum mínum,“ sagði Sérgio Dutra Santos í samtali við Ólympíufréttastofuna. Sérgio Dutra Santos vann gull í Aþenu 2004 og hefur síðan unnið silfur á síðustu tveimur leikum í Peking og í London. Hann var búinn að leggja landsliðsskónna á hilluna en ákvað að enda ferilinn á því að spila á heimavelli á Ólympíuleikum. „Ég vil einbeita mér algjörlega að því að vinna. Undir brasilísku skyrtunni þá er ég samt venjulegur maður. Minn draumur var að spila blak. Nú er minn draumur að hætta að spila og gera ekkert annað en að vera með mínu fólki og heima hjá mér,“ sagði Sérgio Dutra Santos. „Ég sakna fjölskyldunnar, barnanna og hestanna. Fjölskyldan er svo mikilvæg og nú ætla ég að einbeita mér að henni. Ég er búinn að missa af of miklu í gegnum tíðina." sagði Santos en fyrst fær blakið enn á ný hug hans allan. „Ég ætla mér að ná í fjórðu verðlaunin. Ég er ánægður að vera orðinn fertugur en að vera enn að spila á þessu stigi. Ég er með medalíurnar á áberandi stað heima þannig að ég sé þær á hverjum degi. Það er pláss fyrir eina medalíu í viðbót og ég vil að hún sé úr gulli og engu öðru,“ sagði Santos.Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó verða í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 23.00 í kvöld. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Hinn fertugi Sérgio Dutra Santos á möguleika á því að vinna til verðlauna á sínum fjórðu Ólympíuleikum en hann vill alls ekki vita af fjölskyldumeðlimum sínum í stúkunni. „Ég vil ekki að fjölskylda mín komni til að horfa á leikina. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að það sé allt í lagi með þau. Ég vil vita móður minni og fjölskyldu minni á öruggum stað. Þetta er alls ekki tími né stund til að hafa áhyggjur af börnunum mínum,“ sagði Sérgio Dutra Santos í samtali við Ólympíufréttastofuna. Sérgio Dutra Santos vann gull í Aþenu 2004 og hefur síðan unnið silfur á síðustu tveimur leikum í Peking og í London. Hann var búinn að leggja landsliðsskónna á hilluna en ákvað að enda ferilinn á því að spila á heimavelli á Ólympíuleikum. „Ég vil einbeita mér algjörlega að því að vinna. Undir brasilísku skyrtunni þá er ég samt venjulegur maður. Minn draumur var að spila blak. Nú er minn draumur að hætta að spila og gera ekkert annað en að vera með mínu fólki og heima hjá mér,“ sagði Sérgio Dutra Santos. „Ég sakna fjölskyldunnar, barnanna og hestanna. Fjölskyldan er svo mikilvæg og nú ætla ég að einbeita mér að henni. Ég er búinn að missa af of miklu í gegnum tíðina." sagði Santos en fyrst fær blakið enn á ný hug hans allan. „Ég ætla mér að ná í fjórðu verðlaunin. Ég er ánægður að vera orðinn fertugur en að vera enn að spila á þessu stigi. Ég er með medalíurnar á áberandi stað heima þannig að ég sé þær á hverjum degi. Það er pláss fyrir eina medalíu í viðbót og ég vil að hún sé úr gulli og engu öðru,“ sagði Santos.Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó verða í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 23.00 í kvöld.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira