Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. vísir/getty Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið
Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira