Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 18:09 Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10