Icelandair um mál 14 ára drengsins: Gengu úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2016 13:09 Guðjón segir algengt að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu. Vísir/Pjetur Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14