Áheitakóngurinn í Reykjavíkurmaraþoninu Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. ágúst 2016 13:28 Baldvin er staðráðinn í því að klára hálfmaraþon á rétt rúmlega tveimur tímum. Vísir/Einkasafn Þessa dagana er fjöldi manns að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Margir þeirra sem taka þátt gera það til þess að safna fé fyrir góðgerðastarfssemi að eigin vali. Þó nokkrum gengur vel með áheit sín og hafa hlauparar nú þegar safnað tæpum 20 milljónum í heild til góðgerðamála. Einn hlaupari, Baldvin Rúnarsson, á þar stærsta hlutann en hann hefur nú þegar þetta er skrifað safnað rúmlega 918 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Ástæða þess hversu vel söfnunin gengur er líklegast mögnuð saga Baldvins. Hann er 22 ára og hefur á stuttri ævi sinni þurft að ganga í gegnum erfiðari þrautagöngu en margir aðrir. Fyrir þremur árum síðan greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að glíma við. „Ég fæ einhvern hausverk og fer til heimilislæknis. Hann sendir mig í myndatöku og þar kemur í ljós að þar er eitthvað sem ekki á að vera í höfðinu á mér,“ segir Baldvin um upphaf þrautagöngu sinnar. „Svo fer ég suður og hitti lækna þar. Þeir vilja að ég fari í aðgerð sem ég geri jólin 2013.“ Eftir aðgerð var honum tilkynnt að æxlið væri góðkynja. Baldvin taldi þá að þessum erfiða kafla ævi sinnar væri lokið. Hann pakkaði því saman eigum sínum og fór á vit ævintýranna til Bandaríkjanna. „Ég fór út á Háskólastyrk að spila fótbolta. Ég kem svo heim í jólafrí og fer í leiðinni í athugun. Þá kemur í ljós að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Þar með var það ljóst að ég gæti ekki farið aftur út. Eftir þá aðgerð var tekið annað sýni sem nú sýndi að æxlið var orðið illkynja. Í kjölfarið þurfti ég að hefja strax geisla- og lyfjameðferð."Baldvin hefur farið í tvær aðgerðir á heila á síðustu þremur árum.Vísir/einkasafnHefur eytt síðustu mánuðum í heimshornaflakk Baldvin er í reglubundna athugun á þriggja mánaða fresti. Útlitið hefur verið gott eftir geislameðferðina og engin merki um óeðlilegan vöxt. Æxlið hefur valdið því að Baldvin hefur þrisvar sinnum upplifað flogaköst. Hann er í dag á lyfjum fyrir því. Fyrir utan höfuðverki hefur Baldvin þó ekki upplifað neina röskun á hugsun, sjón eða heyrn. Eftir lyfjameðferð varð hann skiljanlega nokkuð kraftlítill. Á meðan á henni stóð var ekki óalgengt að hann svæfi 18 klukkustundir á dag. Núna reynir hann sitt besta til þess að ná aftur upp kröftum á ný. „Ég er reyndar hættur í fótbolta og hef aðallega verið að ferðast það sem af er ári. Ég fór til Ástralíu í mánuð í janúar og er nýkominn heim úr Evrópureisu. Fór til dæmis á alla leiki Íslands í EM í Frakklandi. Ég myndi nú ekki segja að ég sé í góðu formi en ég ætla að reyna að koma mér í smá stand núna síðustu vikur.“Stuðningur fjölskyldunnar í gegnum þrautagönguna hefur verið algjör.Vísir/einkasafnÆtlar að klára á rúmlega tveimur tímumBaldvin ætlar að hlaupa hálf maraþon, eða 21 kílómetra og það er engan efa að heyra í honum hvort það takist eður ei. „Ég er svo þrjóskur þegar ég byrja að hlaupa. Eigum við ekki að segja að ég fari þetta á rétt yfir tveimur tímum? Ég fer alveg tíu kílómetra á undir klukkutíma en það kemur í ljós hvernig gengur með seinni tíu kílómetrana.“ Baldvin segist vera orðlaus yfir þeim stuðning sem hann finnur hjá sínum nánustu sem og fólki út á götu á Akureyri. Fyrir maraþonið æfir sig þrisvar til fjórum sinnum í viku og hleypur þá á milli 5 – 12 kílómetra í senn. Hvað framtíðina varðar hefur þessi metnaðarfulli drengur stóra drauma. Hann stefnir á að flytja suður í haust og hefja nám í verðbréfamiðlun. „Læknirinn er búinn að segja að það gæti orðið erfitt en maður veit það náttúrulega aldrei fyrr en maður prufar.. svo ég ætla bara að prufa það,“ segir Baldvin ákveðinn. Takmark Baldvins er að safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Þeir sem vilja heita á hann fyrir maraþonið geta gert það hér. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þessa dagana er fjöldi manns að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Margir þeirra sem taka þátt gera það til þess að safna fé fyrir góðgerðastarfssemi að eigin vali. Þó nokkrum gengur vel með áheit sín og hafa hlauparar nú þegar safnað tæpum 20 milljónum í heild til góðgerðamála. Einn hlaupari, Baldvin Rúnarsson, á þar stærsta hlutann en hann hefur nú þegar þetta er skrifað safnað rúmlega 918 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Ástæða þess hversu vel söfnunin gengur er líklegast mögnuð saga Baldvins. Hann er 22 ára og hefur á stuttri ævi sinni þurft að ganga í gegnum erfiðari þrautagöngu en margir aðrir. Fyrir þremur árum síðan greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að glíma við. „Ég fæ einhvern hausverk og fer til heimilislæknis. Hann sendir mig í myndatöku og þar kemur í ljós að þar er eitthvað sem ekki á að vera í höfðinu á mér,“ segir Baldvin um upphaf þrautagöngu sinnar. „Svo fer ég suður og hitti lækna þar. Þeir vilja að ég fari í aðgerð sem ég geri jólin 2013.“ Eftir aðgerð var honum tilkynnt að æxlið væri góðkynja. Baldvin taldi þá að þessum erfiða kafla ævi sinnar væri lokið. Hann pakkaði því saman eigum sínum og fór á vit ævintýranna til Bandaríkjanna. „Ég fór út á Háskólastyrk að spila fótbolta. Ég kem svo heim í jólafrí og fer í leiðinni í athugun. Þá kemur í ljós að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Þar með var það ljóst að ég gæti ekki farið aftur út. Eftir þá aðgerð var tekið annað sýni sem nú sýndi að æxlið var orðið illkynja. Í kjölfarið þurfti ég að hefja strax geisla- og lyfjameðferð."Baldvin hefur farið í tvær aðgerðir á heila á síðustu þremur árum.Vísir/einkasafnHefur eytt síðustu mánuðum í heimshornaflakk Baldvin er í reglubundna athugun á þriggja mánaða fresti. Útlitið hefur verið gott eftir geislameðferðina og engin merki um óeðlilegan vöxt. Æxlið hefur valdið því að Baldvin hefur þrisvar sinnum upplifað flogaköst. Hann er í dag á lyfjum fyrir því. Fyrir utan höfuðverki hefur Baldvin þó ekki upplifað neina röskun á hugsun, sjón eða heyrn. Eftir lyfjameðferð varð hann skiljanlega nokkuð kraftlítill. Á meðan á henni stóð var ekki óalgengt að hann svæfi 18 klukkustundir á dag. Núna reynir hann sitt besta til þess að ná aftur upp kröftum á ný. „Ég er reyndar hættur í fótbolta og hef aðallega verið að ferðast það sem af er ári. Ég fór til Ástralíu í mánuð í janúar og er nýkominn heim úr Evrópureisu. Fór til dæmis á alla leiki Íslands í EM í Frakklandi. Ég myndi nú ekki segja að ég sé í góðu formi en ég ætla að reyna að koma mér í smá stand núna síðustu vikur.“Stuðningur fjölskyldunnar í gegnum þrautagönguna hefur verið algjör.Vísir/einkasafnÆtlar að klára á rúmlega tveimur tímumBaldvin ætlar að hlaupa hálf maraþon, eða 21 kílómetra og það er engan efa að heyra í honum hvort það takist eður ei. „Ég er svo þrjóskur þegar ég byrja að hlaupa. Eigum við ekki að segja að ég fari þetta á rétt yfir tveimur tímum? Ég fer alveg tíu kílómetra á undir klukkutíma en það kemur í ljós hvernig gengur með seinni tíu kílómetrana.“ Baldvin segist vera orðlaus yfir þeim stuðning sem hann finnur hjá sínum nánustu sem og fólki út á götu á Akureyri. Fyrir maraþonið æfir sig þrisvar til fjórum sinnum í viku og hleypur þá á milli 5 – 12 kílómetra í senn. Hvað framtíðina varðar hefur þessi metnaðarfulli drengur stóra drauma. Hann stefnir á að flytja suður í haust og hefja nám í verðbréfamiðlun. „Læknirinn er búinn að segja að það gæti orðið erfitt en maður veit það náttúrulega aldrei fyrr en maður prufar.. svo ég ætla bara að prufa það,“ segir Baldvin ákveðinn. Takmark Baldvins er að safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Þeir sem vilja heita á hann fyrir maraþonið geta gert það hér.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent