Grindhvaladráp Færeyinga Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Færeyjar Hvalir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það er bundið í lög hérlendis og hjá flestum siðmenntuðum þjóðum að dýr séu aflífuð án þess að önnur dýr verði þess vör. Vilji nútímasamfélaga er að dýr þurfi ekki að líða streitu á blóðvelli. Nágrannaþjóð okkar í Færeyjum stundar veiðar á spendýrum sem er andstæð dýravelferð þar sem þessum dýrum er slátrað í hópum á blóðvelli. Aðfarir sem eiga ekki heima í nútímanum. Veiðarnar fara þannig fram að hjörð af grindhvölum er rekin af smábátum inn fjörð sem loka leiðinni út með sérstökum netum. Hvalirnir eru reknir upp að fjöru þar sem menn taka á móti þeim og stinga krók ofan í loftopið á þeim og draga upp í fjöruna. Þegar hvalurinn er kominn á grunnt er hann stunginn í mænuna með hníf sem kallast mønustingari. Það getur tekið hvalinn allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur að drepast, allt fer það eftir stungunni. Hvalirnir liggja á blóðvelli og sjá önnur dýr aflífuð sem er mjög grimmilegt. Svona meðferð myndi aldrei nokkurn tímann líðast á búfé. Grindhvaladráp Færeyinga á sér margra alda sögu og er orðið að þjóðarhefð. Haldið er fast í þessa hefð þrátt fyrir að engin þörf sé fyrir kjötið af þessum dýrum eins og áður var og er hvalkjötið einnig svo mengað að mælt er með því í landinu að neyta þess ekki nema örfá skipti á ári. Verður því að líta svo á að grindhvaladrápinu sé helst viðhaldið til skemmtunar, enda hópast gjarna margir áhorfendur að til að horfa á þessa árlegu fjöldaslátrun. Nautaat er þjóðarhefð á Spáni þar sem naut eru pyntuð og drepin, fólki til skemmtunar. Hér heyrast fáar raddir sem tala fyrir nautaati, enda grimmileg meðferð á dýrum. Grindhvaladráp Færeyinga er áþekk hefð og nautaatið á Spáni. Það vekur furðu mína hve margir hér á landi styðja þessar ómannúðlegu veiðar Færeyinga og bera fyrir sig orðið þjóðarhefð, í stað þess að tala á móti veiðunum út frá sjónarmiði dýravelferðar. Ef um væri að ræða færeyskt búfé væri uppi fótur og fit í mótmælum á Íslandi, en af því þetta eru sjávarspendýr þá lætur fólk sig þetta minna varða sem er miður. Færeyingar þurfa að færa sig til aukinnar dýravelferðar og hætta veiðum á grindhval. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar