Heimsmethafinn kúkaði á sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 16:06 Diniz var algjörlega að þrotum kominn er hann komst í mark. Hetjulegt eftir það sem á undan hafði gengið. Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira