Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar:
„ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg.
Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.
Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan.