Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum.
Það staðfestir Dana White, forseti UFC, en hann var ekki sáttur með framferði drengjanna.
„Þeir fá báðir sínar refsingar. Það sem þeir þurfa að skilja er að íþróttasamband Nevada ber ábyrgð á okkar hegðun. Ég get fullvissað alla um að þeir munu báðir fá háa sekt og það verður eitthvað fundað um þetta eftir bardagann. Það gætu verið bönn, samfélagsvinna eða eitthvað. Þetta verður ekki fallegt," sagði White reiður.
Íþróttasamband Nevada er eðlilega með málið á sínu borði og það gæti skellt köppunum í bann eða hreinlega tekið af þeim keppnisleyfið ef þeim sýnist svo.
„Það er rugl að halda því fram að þetta hafi verið eitthvað leikrit. Það kastar enginn dósum og flöskum í kringum áhorfendur. Það er bara heimskulegt. Þetta mun hafa miklar afleiðingar fyrir þá báða. Þeir eru í skítamálum út af þessu,“ sagði White en einn áhorfandi sem fékk flösku í sig er að undirbúa málsókn.
Conor og Diaz munu fá háar sektir

Tengdar fréttir

Diaz kominn inn í hausinn á Conor
Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan.

Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan.

Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz
Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við.

Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz
Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor.

Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz
Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt.