Hin þekkta breska íþróttafréttakona, Charlie Webster, liggur á sjúkrahúsi í Ríó eftir að hafa veikst alvarlega.
Hún fór til Ríó til þess að taka þátt í góðgerðarhjólakeppni og fylgjast með leikunum. Er hún kom til Ríó var hún mjög heilsuhraust.
Hún fór aftur á móti að veikjast eftir opnunarhátíðina og liggur nú í dái eftir að hafa fengið malaríu. Hún fékk sérstakt afbrigði af malaríu sem er erfitt að eiga við.
Fjölskylda hennar hefur öll flogið frá Bretlandi til Ríó og situr nú við hlið hennar.
Webster hefur unnið bæði fyrir Sky og ITV í Bretlandi.
Íþróttafréttakona liggur í dái í Ríó
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

