Segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 13:11 Árni Johnsen vill á þing á ný. Vísir/GVA Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10