Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2016 11:00 Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. Conor mætti allt of seint á fundinn og fljótlega eftir að hann kom þá ákvað Diaz að yfirgefa svæðið ásamt sextán manna föruneyti. Þeir gáfu Conor allir puttann og byrjuðu svo að kasta vatnsflöskum í áttina að honum. Írinn var fljótur að standa á fætur, safna saman flöskunum á borðinu fyrir framan sig og grýta þeim í Diaz og félaga. Hann tók meira að segja orkudrykkjadósirnar frá Monster og kastaði þeim yfir hálfan salinn. „Ég sá að þeir voru að kasta flöskum. Þá sagði ég bara ok. Fuck that. Þið viljðið kasta flöskum. Þá kasta ég dósum,“ sagði Conor eftir þessa ótrúlegu uppákomu en hann sló samt á létta strengi. „Ég var bara að verja sjálfan mig. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Írinn hæðnislega. Þarna lauk blaðamannafundinum áður en Írinn náði nokkru flugi í sínum sálfræðileikjum. Diaz leyfði honum ekki að komast í gang sem var klókt. „Conor gengur þarna inn eins og hann sé það sem allt snýst um. Þá fannst mér sýningin aftur á móti vera búinn og þess vegna fór ég,“ sagði Diaz en þetta var töfrabragð kvöldsins í David Copperfield-salnum. Þessi læti hafa vakið enn meiri áhuga á þessum risabardaga og mun líklega verða þess valdandi að allir munu græða meira. Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Lætin byrja eftir 20 mínútur. MMA Tengdar fréttir Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. Conor mætti allt of seint á fundinn og fljótlega eftir að hann kom þá ákvað Diaz að yfirgefa svæðið ásamt sextán manna föruneyti. Þeir gáfu Conor allir puttann og byrjuðu svo að kasta vatnsflöskum í áttina að honum. Írinn var fljótur að standa á fætur, safna saman flöskunum á borðinu fyrir framan sig og grýta þeim í Diaz og félaga. Hann tók meira að segja orkudrykkjadósirnar frá Monster og kastaði þeim yfir hálfan salinn. „Ég sá að þeir voru að kasta flöskum. Þá sagði ég bara ok. Fuck that. Þið viljðið kasta flöskum. Þá kasta ég dósum,“ sagði Conor eftir þessa ótrúlegu uppákomu en hann sló samt á létta strengi. „Ég var bara að verja sjálfan mig. Ég óttaðist um líf mitt,“ sagði Írinn hæðnislega. Þarna lauk blaðamannafundinum áður en Írinn náði nokkru flugi í sínum sálfræðileikjum. Diaz leyfði honum ekki að komast í gang sem var klókt. „Conor gengur þarna inn eins og hann sé það sem allt snýst um. Þá fannst mér sýningin aftur á móti vera búinn og þess vegna fór ég,“ sagði Diaz en þetta var töfrabragð kvöldsins í David Copperfield-salnum. Þessi læti hafa vakið enn meiri áhuga á þessum risabardaga og mun líklega verða þess valdandi að allir munu græða meira. Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Lætin byrja eftir 20 mínútur.
MMA Tengdar fréttir Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00
Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30
Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30
Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30