Ásdís eftir klúðrið á ÓL í Ríó: Þetta er bara mót eins og hvert annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira