Kú hættir á mjólkurmarkaði um áramótin ef samkeppnisumhverfið breytist ekki Una Sighvatsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:00 Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði." Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði."
Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30
Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00