Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 14:45 Aníta var glöð eftir að hún hljóp í Ríó í morgun. vísir/anton Aníta Hinriksdóttir bætti þriggja ára Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hún komst þó ekki áfram í undanúrslitin. Hún var í sjötta sæti í sínum riðli sem var mjög hraður. Hún náði 20. besta tímanum í undanrásunum en það dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Hin tvítuga Aníta komst því afar vel frá sínum fyrstu Ólympíuleikum en þetta eru vonandi þeir fyrstu af mörgum hjá henni. Efstu tveir keppendurnir úr hverjum riðli komust áfram sem og þeir hlauparar sem áttu átta bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var í tíunda sæti í þeim hópi og sat því eftir, þrátt fyrir að sex keppendur sem voru með lakari tíma komust áfram. Þeir hlauparar voru hins vegar í einum tveimur efstu sætanna í sínum riðli. Aníta hefur þar með lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún var síðasti íslenski keppandinn á leikunum að þessu sinni. Melissa Bishop, sem hljóp í sama riðli og Aníta, náði besta tímanum í undanrásunum er hún hljóp á 1:58,38 mínútum. Reyndar voru fjórir af fimm hröðustu keppendum undanrásanna í riðli Anítu. Caster Semenya frá Suður-Afríku, heimsmeistarinn frá HM í Berlín 2009 og silfurverðlaunahafinn í Lundúnum, komst örugglega áfram en hún náði sjötta besta tímanum í undanrásunum.Vísir lýsti hlaupinu sjálfu, aðdragandanum og eftirmálanum, í beinni á Twitter. Hér fyrir neðan má lesa lýsinguna.Aníta á ÓL í Ríó - Curated tweets by VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti þriggja ára Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hún komst þó ekki áfram í undanúrslitin. Hún var í sjötta sæti í sínum riðli sem var mjög hraður. Hún náði 20. besta tímanum í undanrásunum en það dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Hin tvítuga Aníta komst því afar vel frá sínum fyrstu Ólympíuleikum en þetta eru vonandi þeir fyrstu af mörgum hjá henni. Efstu tveir keppendurnir úr hverjum riðli komust áfram sem og þeir hlauparar sem áttu átta bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var í tíunda sæti í þeim hópi og sat því eftir, þrátt fyrir að sex keppendur sem voru með lakari tíma komust áfram. Þeir hlauparar voru hins vegar í einum tveimur efstu sætanna í sínum riðli. Aníta hefur þar með lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún var síðasti íslenski keppandinn á leikunum að þessu sinni. Melissa Bishop, sem hljóp í sama riðli og Aníta, náði besta tímanum í undanrásunum er hún hljóp á 1:58,38 mínútum. Reyndar voru fjórir af fimm hröðustu keppendum undanrásanna í riðli Anítu. Caster Semenya frá Suður-Afríku, heimsmeistarinn frá HM í Berlín 2009 og silfurverðlaunahafinn í Lundúnum, komst örugglega áfram en hún náði sjötta besta tímanum í undanrásunum.Vísir lýsti hlaupinu sjálfu, aðdragandanum og eftirmálanum, í beinni á Twitter. Hér fyrir neðan má lesa lýsinguna.Aníta á ÓL í Ríó - Curated tweets by VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira