Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. vísir/anton Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00