Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Ásdís veitti engin viðtöl í gær. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. Hún ræddi ekki við fjölmiðlamenn fyrir keppni eftir að hún sneri til baka úr æfingabúðum rétt fyrir utan Ríó. Undirritaður hitti Ásdísi þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið og fékk þá viðtal. Þar var hins vegar lítið rætt um keppnina, sem var þá eftir tólf daga, heldur aðallega reynsluna af Ólympíuþorpinu og æfingabúðirnar sem voru fram undan. Ásdís virtist þá í góðum gír og það benti ekkert til annars en að hún veitti annað viðtal þegar styttist í keppnina. Annað kom á daginn. „Þetta snýst ekki um að standa sig gagnvart fjölmiðlamönnum heldur um að standa sig í keppninni. Ég skil hana fullkomlega og þetta er rétta ákvörðunin. Ef þetta er það sem íþróttamaðurinn þarf á að halda þá gerum við þetta svona,“ sagði Terry McHugh, þjálfari Ásdísar. Ásdís lokaði á allt síðustu dagana fyrir keppni og líka alla samfélagsmiðla þar sem hún er vanalega mjög virk. Hvort þessi taktík hennar virkar verður að koma í ljós í nótt en ég og aðrir íslenskir blaðamenn hér úti í Ríó munum þó örugglega fyrirgefa henni feluleikinn verði þetta til þess að hún komist í úrslit. Hún veitir síðan vonandi góð viðtöl eftir keppni. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. Hún ræddi ekki við fjölmiðlamenn fyrir keppni eftir að hún sneri til baka úr æfingabúðum rétt fyrir utan Ríó. Undirritaður hitti Ásdísi þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið og fékk þá viðtal. Þar var hins vegar lítið rætt um keppnina, sem var þá eftir tólf daga, heldur aðallega reynsluna af Ólympíuþorpinu og æfingabúðirnar sem voru fram undan. Ásdís virtist þá í góðum gír og það benti ekkert til annars en að hún veitti annað viðtal þegar styttist í keppnina. Annað kom á daginn. „Þetta snýst ekki um að standa sig gagnvart fjölmiðlamönnum heldur um að standa sig í keppninni. Ég skil hana fullkomlega og þetta er rétta ákvörðunin. Ef þetta er það sem íþróttamaðurinn þarf á að halda þá gerum við þetta svona,“ sagði Terry McHugh, þjálfari Ásdísar. Ásdís lokaði á allt síðustu dagana fyrir keppni og líka alla samfélagsmiðla þar sem hún er vanalega mjög virk. Hvort þessi taktík hennar virkar verður að koma í ljós í nótt en ég og aðrir íslenskir blaðamenn hér úti í Ríó munum þó örugglega fyrirgefa henni feluleikinn verði þetta til þess að hún komist í úrslit. Hún veitir síðan vonandi góð viðtöl eftir keppni.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00