Aldrei verið í betra formi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir er orðin okkar allra reyndasta afrekskona frá upphafi enda nú á leiðinni á sitt tólfta stórmót á ferlinum. Hún hefur þegar keppt á fjórum heimsmeistaramótum og fimm Evrópumeistaramótum og nú er komið að þriðju Ólympíuleikunum. Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér örugglega að gera flotta hluti á leikunum í Ríó og sæti í úrslitunum hlýtur að vera markmið númer eitt, tvö og þrjú. Hún var í úrslitum á EM í Amsterdam í sumar og náði þar áttunda sæti. Það ýtir undir væntingar að hún geti komist í hóp bestu spjótkastara heimsins eins og á síðustu Ólympíuleikum. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta eru 32 keppendur og hún er sett í 29. sæti á upphaflega keppendalistanum. Við erum að horfa á það að komast í tólf manna úrslit. Það er möguleiki en verður ekki auðvelt,“ sagði Írinn Terry McHugh, þjálfari Ásdísar og talsmaður hennar gagnvart fjölmiðlum í aðdraganda keppninnar. Það er örugglega enginn búinn að gleyma því þegar Ásdís kastaði 62,77 metra í undankeppninni á ÓL í London fyrir fjórum árum og var með því komin í úrslit eftir aðeins eitt kast. Ásdís náði ekki alveg að fylgja því eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu sem er engu að síður frábær árangur. „Ég var ekki með henni fyrir fjórum árum en það var frábært hjá henni að komast í úrslitin þá. Það er frábært að koma á Ólympíuleikana og komast í úrslit þegar þú ert ekki í hópi tólf efstu á styrkleikalistanum,“ sagði Terry McHugh.Hrósar sálfræðingnum Þá þurfti 62 metra kast til að tryggja sig beint inn í úrslit en nú hefur sú tala verið hækkuð upp í 63 metra. Ásdís þarf því nýtt Íslandsmet ætli hún að komast beint í úrslit aðra leikana í röð en gott kast sem nær þó ekki 63 metrum getur alltaf dugað henni til að vera ein af þeim tólf bestu. „Það sem ég get sagt er að Ásdís hefur aldrei verið í betra formi líkamlega og það er virkilega mikilvægt. Ég get líka fullyrt það að hún er það líka andlega. Það er íþróttasálfræðingur að vinna með hópnum og það hefur hjálpað Ásdísi mikið,“ segir Terry og er þar að vísa til Hafrúnar Kristjánsdóttur sem hefur verið úti með íslenska hópnum allan tímann. „Það hjálpar henni að hafa farið á öll þessi stórmót en það breytir ekki fyrirkomulaginu og hvernig hún kemst í úrslit. Hún verður að vakna og fara í undankeppnina og þar byrja allir með núll. Það hafa allir burði til þess að ná 63 metra kasti þó að það væri nýtt persónulegt met hjá henni. Allir í keppninni eiga mögulega á því að komast í úrslitin,“ sagði Terry McHugh.Allt galopið í keppninni Hann sér fram á harða og jafna keppni um þessi tólf eftirsóttu sæti í úrslitunum sem fara fram aðfaranótt föstudagsins. „Vanalega getur maður auðveldlega verið viss um að fimm eða sex keppendur séu öryggir áfram en þegar ég horfi á þennan lista þá kemur í ljós að þetta er galopið. Það er engin þarna sem getur kastað 70 metra og ef Ásdís kemst í úrslitin þá er allt opið þar,“ sagði Terry. Ásdís náði áttunda sætinu á EM í Amsterdam á dögunum og kynntist því þá í fyrsta sinn að kasta sex sinnum í úrslitum. „Það hjálpar upp á sjálfstraustið. Vanalega er Evrópulistinn svipaður og heimslistinn en nú eru þrjár kínverskar líklegar sem og sterkar stelpur frá Suður-Afríku og Ástralíu. Það eru því fimm öflugar að koma inn í þessa keppni frá EM. Ásdís endaði í 8. sæti á EM og þegar við bætum þessum fimm við þá er hún í mjög hættulegri stöðu,“ sagði Terry. Ásdís hefur oft verið aðeins einu sæti frá úrslitum stórmóts og það er fátt leiðinlegra.Getur kastað lengra en á EM „Ásdís getur kastað lengra en hún gerði á EM. Það var samt mjög gott hjá henni að ná áttunda sætinu þar. Tólf er góð tala en það væri risastórt skref fyrir hana að komast þangað úr 29. sætinu þar sem hún er sett á styrkleikalista keppninnar,“ sagði Terry. Það var mikill munur á frammistöðu Ásdísar á milli Ólympíuleika en í Peking fyrir átta árum gerði hún ógilt í fyrstu tveimur köstum sínum, náði ekki að kasta yfir 50 metra og endaði að lokum í 50. sæti. Að þeirri biturri reynslu bjó hún fjórum árum síðar og nú árið 2016 og eftir öll þessi stórmót er ástæða til að búast við góðum árangri hjá Ásdísi. Ásdís hefur farið í úrslit á þremur af ellefu stórmótum sínum en nær hún að fylgja eftir flottu Evrópumeistaramóti? „Hún er í mjög góðu formi og hún getur komist í úrslit. Mun hún ná því fram í þessum þremur köstum, það er spurningin sem allir keppendurnir eru að spyrja sig um og ekki bara hún,“ sagði Terry. Sæti í úrslitunum getur breytt öllu að hans mati. „Ég er sannfærður um það að ef Ásdís kemst í úrslit og fær tækifæri til að byrja upp á nýtt tveimur dögum síðar þá á hún möguleika á verðlaunum eins og hinar. Það er bara svo stórt skref að komast í úrslitin,“ sagði Terry. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er orðin okkar allra reyndasta afrekskona frá upphafi enda nú á leiðinni á sitt tólfta stórmót á ferlinum. Hún hefur þegar keppt á fjórum heimsmeistaramótum og fimm Evrópumeistaramótum og nú er komið að þriðju Ólympíuleikunum. Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér örugglega að gera flotta hluti á leikunum í Ríó og sæti í úrslitunum hlýtur að vera markmið númer eitt, tvö og þrjú. Hún var í úrslitum á EM í Amsterdam í sumar og náði þar áttunda sæti. Það ýtir undir væntingar að hún geti komist í hóp bestu spjótkastara heimsins eins og á síðustu Ólympíuleikum. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta eru 32 keppendur og hún er sett í 29. sæti á upphaflega keppendalistanum. Við erum að horfa á það að komast í tólf manna úrslit. Það er möguleiki en verður ekki auðvelt,“ sagði Írinn Terry McHugh, þjálfari Ásdísar og talsmaður hennar gagnvart fjölmiðlum í aðdraganda keppninnar. Það er örugglega enginn búinn að gleyma því þegar Ásdís kastaði 62,77 metra í undankeppninni á ÓL í London fyrir fjórum árum og var með því komin í úrslit eftir aðeins eitt kast. Ásdís náði ekki alveg að fylgja því eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu sem er engu að síður frábær árangur. „Ég var ekki með henni fyrir fjórum árum en það var frábært hjá henni að komast í úrslitin þá. Það er frábært að koma á Ólympíuleikana og komast í úrslit þegar þú ert ekki í hópi tólf efstu á styrkleikalistanum,“ sagði Terry McHugh.Hrósar sálfræðingnum Þá þurfti 62 metra kast til að tryggja sig beint inn í úrslit en nú hefur sú tala verið hækkuð upp í 63 metra. Ásdís þarf því nýtt Íslandsmet ætli hún að komast beint í úrslit aðra leikana í röð en gott kast sem nær þó ekki 63 metrum getur alltaf dugað henni til að vera ein af þeim tólf bestu. „Það sem ég get sagt er að Ásdís hefur aldrei verið í betra formi líkamlega og það er virkilega mikilvægt. Ég get líka fullyrt það að hún er það líka andlega. Það er íþróttasálfræðingur að vinna með hópnum og það hefur hjálpað Ásdísi mikið,“ segir Terry og er þar að vísa til Hafrúnar Kristjánsdóttur sem hefur verið úti með íslenska hópnum allan tímann. „Það hjálpar henni að hafa farið á öll þessi stórmót en það breytir ekki fyrirkomulaginu og hvernig hún kemst í úrslit. Hún verður að vakna og fara í undankeppnina og þar byrja allir með núll. Það hafa allir burði til þess að ná 63 metra kasti þó að það væri nýtt persónulegt met hjá henni. Allir í keppninni eiga mögulega á því að komast í úrslitin,“ sagði Terry McHugh.Allt galopið í keppninni Hann sér fram á harða og jafna keppni um þessi tólf eftirsóttu sæti í úrslitunum sem fara fram aðfaranótt föstudagsins. „Vanalega getur maður auðveldlega verið viss um að fimm eða sex keppendur séu öryggir áfram en þegar ég horfi á þennan lista þá kemur í ljós að þetta er galopið. Það er engin þarna sem getur kastað 70 metra og ef Ásdís kemst í úrslitin þá er allt opið þar,“ sagði Terry. Ásdís náði áttunda sætinu á EM í Amsterdam á dögunum og kynntist því þá í fyrsta sinn að kasta sex sinnum í úrslitum. „Það hjálpar upp á sjálfstraustið. Vanalega er Evrópulistinn svipaður og heimslistinn en nú eru þrjár kínverskar líklegar sem og sterkar stelpur frá Suður-Afríku og Ástralíu. Það eru því fimm öflugar að koma inn í þessa keppni frá EM. Ásdís endaði í 8. sæti á EM og þegar við bætum þessum fimm við þá er hún í mjög hættulegri stöðu,“ sagði Terry. Ásdís hefur oft verið aðeins einu sæti frá úrslitum stórmóts og það er fátt leiðinlegra.Getur kastað lengra en á EM „Ásdís getur kastað lengra en hún gerði á EM. Það var samt mjög gott hjá henni að ná áttunda sætinu þar. Tólf er góð tala en það væri risastórt skref fyrir hana að komast þangað úr 29. sætinu þar sem hún er sett á styrkleikalista keppninnar,“ sagði Terry. Það var mikill munur á frammistöðu Ásdísar á milli Ólympíuleika en í Peking fyrir átta árum gerði hún ógilt í fyrstu tveimur köstum sínum, náði ekki að kasta yfir 50 metra og endaði að lokum í 50. sæti. Að þeirri biturri reynslu bjó hún fjórum árum síðar og nú árið 2016 og eftir öll þessi stórmót er ástæða til að búast við góðum árangri hjá Ásdísi. Ásdís hefur farið í úrslit á þremur af ellefu stórmótum sínum en nær hún að fylgja eftir flottu Evrópumeistaramóti? „Hún er í mjög góðu formi og hún getur komist í úrslit. Mun hún ná því fram í þessum þremur köstum, það er spurningin sem allir keppendurnir eru að spyrja sig um og ekki bara hún,“ sagði Terry. Sæti í úrslitunum getur breytt öllu að hans mati. „Ég er sannfærður um það að ef Ásdís kemst í úrslit og fær tækifæri til að byrja upp á nýtt tveimur dögum síðar þá á hún möguleika á verðlaunum eins og hinar. Það er bara svo stórt skref að komast í úrslitin,“ sagði Terry.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira