Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær. F Vísir/Stefán „Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
„Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira