Það er nú orðið ljóst að einn rússneskur íþróttamaður verður með í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna þó svo alþjóða frjálsíþróttasambandið hafi sett alla rússneska frjálsíþróttamenn í bann frá leikunum.
Það er langstökkvarinn Darya Klishina sem hefur fengið leyfi til þess að keppa. Hún áfrýjaði banninu til íþróttadómstólsins í Sviss og það bar árangur.
Aðstæður hennar eru aðrar en hjá löndum hennar. Hún hefur nefnilega verið að gangast undir lyfjapróf í Bandaríkjunum og ku ekki hafa komið nálægt skipulagða svindlinu í heimalandinu.
Hin 25 ára gamla Klishina varð í tíunda sæti á HM á síðasta ári.
Einn Rússi fær að taka þátt í frjálsíþróttakeppninni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
![Klishina á ferðinni á síðasta HM.](https://www.visir.is/i/628201ED0D325C502745B2F642B0DE7D2B4B2AFAE3407DEEB05913CDDFC1222A_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/E976FDE3719E2C6E5F489CDF7DC31ECD5CE462DD89DF8F55E3F0C6121501488F_240x160.jpg)
![](/i/22F68B0FEB4C32059E7D044C0AEB9BD5BA3DA051210331146D52C56EF76ACD71_240x160.jpg)
![](/i/936FE6672FF3D14880872CAC40EA41DFB9410816E6A21FD04CA4D0CA55D1D193_240x160.jpg)
![](/i/DB37EF76B8F47B24E5AEA21EB1956E9C0A0D3E5EA01A09E1112B264C34F794FA_240x160.jpg)
Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn
Enski boltinn
![](/i/9D8195BEB8559BF6171A487A58F54B3852894977FA482E5EC0F891408F55E9A7_240x160.jpg)
Man City fór létt með Liverpool
Enski boltinn
![](/i/EAC46F161CF72CBC58BFFCDC1ABFB7C06F573810331FCD6A78EB85958C50A0FF_240x160.jpg)
![](/i/2EBC16CE5EC6E7E4F2EBF42794CC99A8C474C43468B71DE0A1A59BCA620BC78D_240x160.jpg)
Maddison var að sussa á Roy Keane
Enski boltinn
![](/i/6D97843E887759046D4521F9FF2AEEBB4B7F72A0B81B0460902D28B44EC5B29C_240x160.jpg)
![](/i/D4D9EBADFFF6C6C3B1E7AB985575C5061086FA003A4714953C7E71913BA935B9_240x160.jpg)
![](/i/BFBF6D07E7E7D9C86F1EEB041DCC8E27783F1A24C7D9D2DD4FED77AC8452434F_240x160.jpg)