Kórónuðu ótrúlegt ár í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 07:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk komust báðar í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/anton Íslenskar konur höfðu ekki komist í úrslit á stórmótum fyrir HM í Kazan fyrir ári en nú, um 52 vikum síðar, hafa þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir synt tólf úrslitasund á HM, EM25, EM og nú síðast á Ólympíuleikunum í Ríó. Þær Hrafnhildur og Eygló urðu ekki aðeins fyrstar íslenskra sundkvenna til að komast í undanúrslit á Ólympíuleikum því þeim tókst báðum að synda sig inn í úrslit. Báðar ætluðu þær sér mikið og jafnvel aðeins meira. Það var á þeim að heyra eftir síðasta sund þeirra hér úti í Ríó að þær hungraði í meira. Eygló er fjórum árum yngri en Hrafnhildur og því mjög líklegt að hún reyni við Ólympíuleikana í Tókýó en Hrafnhildur er heldur ekki búin að loka á þá leika sem er mjög gott mál.Hrafnhildur lenti í 6. sæti í 100 metra bringusundi.vísir/antonToppurinn hingað til „Þetta var svo skemmtilegt. Það var rosalega gaman að fá að vera partur af þessu og fá að taka þátt í úrslitunum. Þetta er eitthvað sem ég ætla klárlega að gera aftur,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Þetta er toppurinn hingað til en ég held að ég sé ekki búin ennþá. Ég held að ég eigi meira inni og geti gert betur,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. „Að komast í úrslit er engu líkt. Ég er rosalega ánægð með það en Evrópumeistaramótið var líka alveg frábært hjá mér. Ég er rosalega ánægð með hvernig þetta seinasta ár hefur farið,“ segir Hrafnhildur. Þær hafa í sameiningu komið íslenska sundinu á kortið á síðustu tólf mánuðum. Fimm verðlaun á Evrópumótum, þrjú úrslitasund á HM og loks báðar með úrslitasund og tvö sund hvor inn á topp fjórtán á Ólympíuleikum. „Ég er eiginlega búin að æfa síðan á síðustu Ólympíuleikum og það er hörð vinna að baki á þessum fjórum árum. Ég er greinilega að uppskera eins og ég sáði. Maður þarf að vera með hausinn í lagi þegar maður er að keppa á móti svona stórum nöfnum og á móti fólki sem á heimsmet eða er heimsmeistarar eða Ólympíumeistarar,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er gott fyrsta skref að því sem ég ætla að gera í framtíðinni á Ólympíuleikunum. Draumur minn rættist um helgina. Ég er himinlifandi með þetta. Ég hef stefnt að þessu og draumur minn var að komast í úrslit. Það gerðist og það er svo þess virði að synda og gefa allt sitt í íþróttina sína þegar maður fær loksins að upplifa drauminn sinn,“ segir Eygló Ósk. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli og báðar stelpurnar eru á leiðinni í langþráð frí til að hlaða batteríin. „Ég er þreytt og ætla að taka mér verðskuldað frí. Ég held að ég komi til baka og byrji að æfa á fullu eftir fríið. Ég vil mun meira,“ segir Hrafnhildur. „Það er ofboðslega gott að vera komin í frí en smá sorglegt að vera búin. Ég væri alveg til í að synda þetta aftur og upplifa þetta aftur. Nú er bara að bíða í fjögur ár þangað til á næstu leikum,“ segir Eygló.Eygló kíkti á körfuboltaleik Bandaríkjanna og Frakklands í gær.vísir/antonÆtlar að upplifa alla Ólympíuleikana „Næstu skref er að slaka á og fara í sumarfrí í smástund. Svo bara að byrja að æfa aftur og stefna á að synda hratt í desember á HM,“ segir Eygló en hún ætlar að drekka í sig Ólympíustemninguna næstu vikuna. „Á seinustu leikum fór ég aðeins fyrr út úr þorpinu og ákvað að vera með fjölskyldu minni og svona. Þá var ég aðeins yngri og var búin að vera alltof lengi í æfingabúðum. Núna ákvað ég að vera alveg fram að lokahátíðinni og upplifa alla Ólympíuleikana. Ég sé alls ekki eftir því og þetta verður bara gaman,“ segir hún. Eygló er hundrað prósent ákveðin í að vera með eftir fjögur ár en þetta er langur tími og Hrafnhildur er á þeim tímamótum nú að hafa ekki stuðninginn frá Flórídaháskólanum lengur. „Næstu Ólympíuleikar eru svolítið langt í burtu núna. Mig langar rosalega til Tókýó og ég held að það verði frábært. Það er orðrómur um að þeir séu tilbúnir. Það er allt annað en hér, þegar ekkert var einu sinni tilbúið. Ég held að það verði frábærir leikar og ef ég held áfram að standa mig svona vel þá vona ég að ég geti farið þangað,“ segir Hrafnhildur.grafík/fréttablaðiðSendiherrar sundsins Það eru líka mikil forréttindi að fá að umgangast þessar stelpur. Báðar eru þær nefnilega til mikillar fyrirmyndar að öllu leyti og alltaf tilbúnar að gefa af sér í viðtölum sem öðru. Það er ómetanlegt fyrir sundíþróttina á Íslandi að eiga slíka sendiherra og það besta er að þær gera sér báðar grein fyrir því hversu mikilvægt er fyrir íþróttina á Íslandi að þær láti verkin tala bæði í sundlauginni sem og í viðtölum við fjölmiðla. Sundinu á Ólympíuleikunum er nú lokið og það verður að viðurkennast að ég get varla beðið eftir að sjá hvað þessar stelpur gera næst, hugsanlega á HM í 25 metra laug í Kanada í desember. Þær hafa reyndar spillt okkur á þessu ári með þessum einstaka árangri sínum en hafa jafnframt báðar alla burði til að halda sér meðal þeirra bestu í heimi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslenskar konur höfðu ekki komist í úrslit á stórmótum fyrir HM í Kazan fyrir ári en nú, um 52 vikum síðar, hafa þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir synt tólf úrslitasund á HM, EM25, EM og nú síðast á Ólympíuleikunum í Ríó. Þær Hrafnhildur og Eygló urðu ekki aðeins fyrstar íslenskra sundkvenna til að komast í undanúrslit á Ólympíuleikum því þeim tókst báðum að synda sig inn í úrslit. Báðar ætluðu þær sér mikið og jafnvel aðeins meira. Það var á þeim að heyra eftir síðasta sund þeirra hér úti í Ríó að þær hungraði í meira. Eygló er fjórum árum yngri en Hrafnhildur og því mjög líklegt að hún reyni við Ólympíuleikana í Tókýó en Hrafnhildur er heldur ekki búin að loka á þá leika sem er mjög gott mál.Hrafnhildur lenti í 6. sæti í 100 metra bringusundi.vísir/antonToppurinn hingað til „Þetta var svo skemmtilegt. Það var rosalega gaman að fá að vera partur af þessu og fá að taka þátt í úrslitunum. Þetta er eitthvað sem ég ætla klárlega að gera aftur,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Þetta er toppurinn hingað til en ég held að ég sé ekki búin ennþá. Ég held að ég eigi meira inni og geti gert betur,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. „Að komast í úrslit er engu líkt. Ég er rosalega ánægð með það en Evrópumeistaramótið var líka alveg frábært hjá mér. Ég er rosalega ánægð með hvernig þetta seinasta ár hefur farið,“ segir Hrafnhildur. Þær hafa í sameiningu komið íslenska sundinu á kortið á síðustu tólf mánuðum. Fimm verðlaun á Evrópumótum, þrjú úrslitasund á HM og loks báðar með úrslitasund og tvö sund hvor inn á topp fjórtán á Ólympíuleikum. „Ég er eiginlega búin að æfa síðan á síðustu Ólympíuleikum og það er hörð vinna að baki á þessum fjórum árum. Ég er greinilega að uppskera eins og ég sáði. Maður þarf að vera með hausinn í lagi þegar maður er að keppa á móti svona stórum nöfnum og á móti fólki sem á heimsmet eða er heimsmeistarar eða Ólympíumeistarar,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er gott fyrsta skref að því sem ég ætla að gera í framtíðinni á Ólympíuleikunum. Draumur minn rættist um helgina. Ég er himinlifandi með þetta. Ég hef stefnt að þessu og draumur minn var að komast í úrslit. Það gerðist og það er svo þess virði að synda og gefa allt sitt í íþróttina sína þegar maður fær loksins að upplifa drauminn sinn,“ segir Eygló Ósk. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli og báðar stelpurnar eru á leiðinni í langþráð frí til að hlaða batteríin. „Ég er þreytt og ætla að taka mér verðskuldað frí. Ég held að ég komi til baka og byrji að æfa á fullu eftir fríið. Ég vil mun meira,“ segir Hrafnhildur. „Það er ofboðslega gott að vera komin í frí en smá sorglegt að vera búin. Ég væri alveg til í að synda þetta aftur og upplifa þetta aftur. Nú er bara að bíða í fjögur ár þangað til á næstu leikum,“ segir Eygló.Eygló kíkti á körfuboltaleik Bandaríkjanna og Frakklands í gær.vísir/antonÆtlar að upplifa alla Ólympíuleikana „Næstu skref er að slaka á og fara í sumarfrí í smástund. Svo bara að byrja að æfa aftur og stefna á að synda hratt í desember á HM,“ segir Eygló en hún ætlar að drekka í sig Ólympíustemninguna næstu vikuna. „Á seinustu leikum fór ég aðeins fyrr út úr þorpinu og ákvað að vera með fjölskyldu minni og svona. Þá var ég aðeins yngri og var búin að vera alltof lengi í æfingabúðum. Núna ákvað ég að vera alveg fram að lokahátíðinni og upplifa alla Ólympíuleikana. Ég sé alls ekki eftir því og þetta verður bara gaman,“ segir hún. Eygló er hundrað prósent ákveðin í að vera með eftir fjögur ár en þetta er langur tími og Hrafnhildur er á þeim tímamótum nú að hafa ekki stuðninginn frá Flórídaháskólanum lengur. „Næstu Ólympíuleikar eru svolítið langt í burtu núna. Mig langar rosalega til Tókýó og ég held að það verði frábært. Það er orðrómur um að þeir séu tilbúnir. Það er allt annað en hér, þegar ekkert var einu sinni tilbúið. Ég held að það verði frábærir leikar og ef ég held áfram að standa mig svona vel þá vona ég að ég geti farið þangað,“ segir Hrafnhildur.grafík/fréttablaðiðSendiherrar sundsins Það eru líka mikil forréttindi að fá að umgangast þessar stelpur. Báðar eru þær nefnilega til mikillar fyrirmyndar að öllu leyti og alltaf tilbúnar að gefa af sér í viðtölum sem öðru. Það er ómetanlegt fyrir sundíþróttina á Íslandi að eiga slíka sendiherra og það besta er að þær gera sér báðar grein fyrir því hversu mikilvægt er fyrir íþróttina á Íslandi að þær láti verkin tala bæði í sundlauginni sem og í viðtölum við fjölmiðla. Sundinu á Ólympíuleikunum er nú lokið og það verður að viðurkennast að ég get varla beðið eftir að sjá hvað þessar stelpur gera næst, hugsanlega á HM í 25 metra laug í Kanada í desember. Þær hafa reyndar spillt okkur á þessu ári með þessum einstaka árangri sínum en hafa jafnframt báðar alla burði til að halda sér meðal þeirra bestu í heimi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira