Jamaískur sigur í 100 metra hlaupi kvenna | Farah datt en vann samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 12:41 Thompson vann öruggan sigur í 100 metra hlaupinu. vísir/getty Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira