Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 01:30 Eygló eftir sundið í Ríó í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr SH og núverandi Íþróttamaður ársins, hafnaði í áttunda sæti í úrslitum 200 m baksunds á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Eygló Ósk synti á 2:09.44 mínútum í úrslitasundinu sem var ekki eins hratt og í undanúrslitunum þegar hún setti Íslands- og Norðurlandamet. Afar óvænt úrslit voru í sundinu þar sem hin bandaríska Madeline Dirado bar sigur úr býtum á 2:05,99 eftir að hafa tekið fram úr „járnfrúnni“ Katinka Hosszú frá Ungverjalandi sem leiddi framan af. Hosszú synti á 2:06,05 mínútum en Hilary Caldwell vann brons á 2:07,54 mínútum. Þetta voru önnur gullverðlaun Dirado á leikunum og fjórðu í heildina. Hosszú hafði unnið þrenn gullverðlaun í Ríó og reiknuðu flestir með sigri hennar í nótt. Eygló Ósk byrjaði frábærlega og var í þriðja sæti eftir fyrsti 50 metrana. Hún gaf hinsvegar mikið eftir á síðustu 50 metrunum. Íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni á leikunum en Íslands náði fjórum sætum í undanúrslitum og tveimur sætum í úrslitasundum í Ríó sem er frábær og sögulegur árangur. Eygló Ósk varð í nótt önnur íslenska konan og þriðji íslenski sundmaðurinn sem nær því að synda í úrslitum á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti til úrslita í 100 metra bringusundi á þessum leikum og endaði í sjötta sæti og þá komst Örn Arnarson í úrslit í 200 metra baksundi á ÓL í Sydney 2000 þar sem hann endaði í fjórða sæti. Eygló Ósk varð í fjórtánda sæti í fyrri grein sinni á leikunum sem var 100 metra baksund. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru meðal fjórtán efstu í öllum sínum greinum.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr SH og núverandi Íþróttamaður ársins, hafnaði í áttunda sæti í úrslitum 200 m baksunds á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Eygló Ósk synti á 2:09.44 mínútum í úrslitasundinu sem var ekki eins hratt og í undanúrslitunum þegar hún setti Íslands- og Norðurlandamet. Afar óvænt úrslit voru í sundinu þar sem hin bandaríska Madeline Dirado bar sigur úr býtum á 2:05,99 eftir að hafa tekið fram úr „járnfrúnni“ Katinka Hosszú frá Ungverjalandi sem leiddi framan af. Hosszú synti á 2:06,05 mínútum en Hilary Caldwell vann brons á 2:07,54 mínútum. Þetta voru önnur gullverðlaun Dirado á leikunum og fjórðu í heildina. Hosszú hafði unnið þrenn gullverðlaun í Ríó og reiknuðu flestir með sigri hennar í nótt. Eygló Ósk byrjaði frábærlega og var í þriðja sæti eftir fyrsti 50 metrana. Hún gaf hinsvegar mikið eftir á síðustu 50 metrunum. Íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni á leikunum en Íslands náði fjórum sætum í undanúrslitum og tveimur sætum í úrslitasundum í Ríó sem er frábær og sögulegur árangur. Eygló Ósk varð í nótt önnur íslenska konan og þriðji íslenski sundmaðurinn sem nær því að synda í úrslitum á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti til úrslita í 100 metra bringusundi á þessum leikum og endaði í sjötta sæti og þá komst Örn Arnarson í úrslit í 200 metra baksundi á ÓL í Sydney 2000 þar sem hann endaði í fjórða sæti. Eygló Ósk varð í fjórtánda sæti í fyrri grein sinni á leikunum sem var 100 metra baksund. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru meðal fjórtán efstu í öllum sínum greinum.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2016? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Sjá meira