Gamli skólinn í öllu sínu veldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Fyrirliðarnir með bikarinn sem verður barist um í dag. vísir/eyþór Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira