Þormóður: Yfirlýsingar ekki okkar íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 08:00 Þormóður eðlilega svekktur. vísir/anton brink Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Sjá meira
Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19
Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00
Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45