Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður Árni Jónsson svekktur eftir úrsltiin. Vísir/Anton Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira