Ef það var einhver vafi á því hver væri besti keppandi á Ólympíuleikunum frá upphafi þá drukknaði sá vafi í lauginni í Ríó í nótt.
Þá krækti Michael Phelps í gullverðlaun númer 22 á ferlinum með yfirburðasigri í 200 metra fjórsundi. Sundinu var stillt upp sem lokaeinvígi Phelps og vinar hans, Ryan Lochte, en Lochte fann sig engan veginn og endaði í fimmta sæti.
Phelps er fyrir löngu orðinn sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna með 25 verðlaun í heildina. Er hann vann gull númer 21 þá var hann aftur á móti að jafna met sem var sett 164 árum fyrir komu Krists.
Sjá einnig: Phelps vann 200 metra fjórsundið á fjórðu leikunum í röð
Met sem hafa staðið svo lengi falla venjulega ekki en Phelps er enginn venjulegur íþróttamaður eins og hann hefur margsannað.
Þessi ótrúlegi íþróttamaður á eitt sund eftir á Ólympíuferli sínum og gæti þar krækt í sín 23. gullverðlaun. Líkurnar á að honum takist það verða að teljast nokkuð góðar.
Phelps sló 2.168 ára gamalt met
![Phelps með fjórða gullið á ÓL í Ríó og það 22. annað á ferlinum. Það er auðvitað ruglað.](https://www.visir.is/i/E4002F7948EFD63FC3CFBC24F10BAD8F7AAE0D2B3F61FEBED84C3B7B7A7CAFD2_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/10FE464C1A7DEBC9C8B8D9EAF9071949037008A8D4EC36860DDB81A2C3B70035_308x200.jpg)
Körfuboltastjörnurnar mættu til að styðja Phelps og sundfólkið | Myndir
Stjörnurnar í bandaríska körfuboltalandsliðinu nýttu frídaginn sinn í gær til að horfa á og styðja bandaríska sundfólkið á Ólympíuleikunum í Ríó.
![](https://www.visir.is/i/AF64CAF8A9F8F7257050613F9F2CDDE8CAA4EB4E055C6D15C7F1BDB4495BB9B5_308x200.jpg)
Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL
Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil.
![](https://www.visir.is/i/D721EC90ED2C7BF26C5542E9A24D0DEC59BF0800AFBA10DAFB3B7D53203CE8CA_308x200.jpg)
Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum
Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt.
![](https://www.visir.is/i/7C6DAA102C023A6E116F7ED31019B080B5A71C70BC9821FED0E53A9EFF94119D_308x200.jpg)
Phelps jafnaði 2.168 ára gamalt Ólympíumet
Michael Phelps er svo magnaður að hann er farinn að jafna met sem voru sett fyrir komu Krists.