Kendall Jenner á forsíðu nýjasta Vogue Ritstjórn skrifar 11. ágúst 2016 18:15 Skjáskot/Vogue.com Fyrirsætan Kendall Jenner er ein heitasta fyrirsætan í tískuheiminum um þessar mundir en það kristallaðist heldur betur þegar hún prýddi forsíðuna á nýjasta tölublaði bandaríska Vogue. Um er að ræða mikilvægasta tölublað ársins, Septemberheftið, og ekki hver sem er sem fær að prýða þá forsíðu. Ljósmyndararir Mert Alas og Marcus Piggott eiga heiðurinn af forsíðunni og sömuleiðis forsíðuþættinum þar sem hausttískan er tækluð. Jenner, sem er einungis 20 ára gömul, er eðlilega í skýjunum með þetta eftirsótta verkefni í fyrirsætuheiminum. Hún klæðist fallegri buxnadragt frá Gucci á forsíðunni sjálfri en fatnað frá öllum helstu tískuhúsum í heiminum má sjá í þættinum sjálfum.Á vefsíðu Vogue má sjá myndband af því þegar fjölskylda Jenner, Kardashian-fjölskyldan kom henni á óvart þegar blaðið kom út. Skjáskot/Vogue.com Glamour Tíska Mest lesið Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Vinsælustu fatamerki ársins Glamour Kom sjálfri sér mest á óvart Glamour Beyoncé mætti á VMA hátíðina ásamt Blue Ivy í fjaðrakjól Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Kynlíf á túr Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour
Fyrirsætan Kendall Jenner er ein heitasta fyrirsætan í tískuheiminum um þessar mundir en það kristallaðist heldur betur þegar hún prýddi forsíðuna á nýjasta tölublaði bandaríska Vogue. Um er að ræða mikilvægasta tölublað ársins, Septemberheftið, og ekki hver sem er sem fær að prýða þá forsíðu. Ljósmyndararir Mert Alas og Marcus Piggott eiga heiðurinn af forsíðunni og sömuleiðis forsíðuþættinum þar sem hausttískan er tækluð. Jenner, sem er einungis 20 ára gömul, er eðlilega í skýjunum með þetta eftirsótta verkefni í fyrirsætuheiminum. Hún klæðist fallegri buxnadragt frá Gucci á forsíðunni sjálfri en fatnað frá öllum helstu tískuhúsum í heiminum má sjá í þættinum sjálfum.Á vefsíðu Vogue má sjá myndband af því þegar fjölskylda Jenner, Kardashian-fjölskyldan kom henni á óvart þegar blaðið kom út. Skjáskot/Vogue.com
Glamour Tíska Mest lesið Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Vinsælustu fatamerki ársins Glamour Kom sjálfri sér mest á óvart Glamour Beyoncé mætti á VMA hátíðina ásamt Blue Ivy í fjaðrakjól Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Kynlíf á túr Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour