Í framboði fastur á spítala Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Friðrik Guðmundsson er kominn í framboð fyrir Pírata. vísir/vilhelm Friðrik Guðmundsson dvelur enn á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi gegn vilja sínum. Hann býr á sambýli í Reykjanesbæ ásamt bróður sínum og þriðja manni en hefur verið vistaður á spítalanum frá 27. mars. Bræðurnir eru með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, DMD, sem leggst á alla vöðva líkamans og ágerist með aldrinum. Friðrik var fluttur á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa farið í hjartastopp á sambýlinu. Síðan hefur hann legið á lungnadeildinni vegna úrræðaleysis á sambýlinu en það verður seint sagt að hann sé aðgerðalaus þar. Hann hefur ákveðið að gefa á sér kost í framboði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi sem lýkur þann 12. ágúst. Hann vill breytingar og ætlar sér að berjast fyrir málefnum fatlaðra, heilbrigðiskerfinu, atvinnumálum og málefnum innflytjenda. „Ég hef verið að fá manneskju frá Rauða krossinum sem fer með mér á kaffihús, Píratafundi eða bara eitthvert út að gera eitthvað,“ segir Friðrik. Hann segir búið að ráða starfsfólk í stöður á sambýlinu og því sé útlit fyrir að hann fái að fara á sambýlið í september. „Nú á bara að koma fólkinu í þjálfun uppi á spítala og heima næstu vikur og líka koma gamla starfsfólkinu inn í mín mál aftur og í þjálfun, ég kemst ekkert heim fyrr en 1. september rétt fyrir Ljósanótt og þá verður sko „homecoming party“,“ segir Friðrik. Hann segist mikill baráttumaður. „Ég er Pírati af því að ég vil berjast fyrir þá sem minna mega sín og hafa ekki endilega sterka rödd,“ segir Friðrik.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Friðrik Guðmundsson dvelur enn á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi gegn vilja sínum. Hann býr á sambýli í Reykjanesbæ ásamt bróður sínum og þriðja manni en hefur verið vistaður á spítalanum frá 27. mars. Bræðurnir eru með sjaldgæfan erfðasjúkdóm, DMD, sem leggst á alla vöðva líkamans og ágerist með aldrinum. Friðrik var fluttur á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa farið í hjartastopp á sambýlinu. Síðan hefur hann legið á lungnadeildinni vegna úrræðaleysis á sambýlinu en það verður seint sagt að hann sé aðgerðalaus þar. Hann hefur ákveðið að gefa á sér kost í framboði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi sem lýkur þann 12. ágúst. Hann vill breytingar og ætlar sér að berjast fyrir málefnum fatlaðra, heilbrigðiskerfinu, atvinnumálum og málefnum innflytjenda. „Ég hef verið að fá manneskju frá Rauða krossinum sem fer með mér á kaffihús, Píratafundi eða bara eitthvert út að gera eitthvað,“ segir Friðrik. Hann segir búið að ráða starfsfólk í stöður á sambýlinu og því sé útlit fyrir að hann fái að fara á sambýlið í september. „Nú á bara að koma fólkinu í þjálfun uppi á spítala og heima næstu vikur og líka koma gamla starfsfólkinu inn í mín mál aftur og í þjálfun, ég kemst ekkert heim fyrr en 1. september rétt fyrir Ljósanótt og þá verður sko „homecoming party“,“ segir Friðrik. Hann segist mikill baráttumaður. „Ég er Pírati af því að ég vil berjast fyrir þá sem minna mega sín og hafa ekki endilega sterka rödd,“ segir Friðrik.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira