Bandaríkin er áfram með fullt hús stiga í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sigur á Serbíu í kvöld, 110-84.
Bandaríkin byrjaði af krafti og leiddi með tíu stigum eftir fysta leikhlutann, 31-21 og staðan í hálfleik var 56-34, Bandaríkjunum í vil.
Í síðari hálfleik urðu Bandaríkjunum engin mistök á og unnu þær að lokum 26 stiga sigur, 110-84 og eru á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með tvö stig.
Diana Taurasi skoraði 25 stig fyrir Bandaríkin, en stigahæstar hjá Serbíu voru Sonja Petrovic, Jelena Milovanovic og Danielle Page allar með fimmtán stig.
Bandaríkin með fullt hús stiga
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
