Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 15:14 Ragnheiður Elín Árnadóttir. visir/anton Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi. Ragnheiður greinir frá framboðinu á sérstakri Facebook-síðu þess þar sem segir meðal annars: „Ég hef verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. Á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Það hafa verið sannkölluð forréttindi að vinna með öllu því kröftuga og öfluga fólki sem í kjördæminu býr að fjölmörgum viðfangsefnum, stórum og smáum. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 10. september.“ Þá rekur Ragnheiður árangur sinn á kjörtímabilinu sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Segist hún hafa lagt áherslu á að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu með því að bæta umgjörð atvinnulífsins, til að mynda með því að einfalda regluverk og efla nýsköpun. Ferðaþjónustan og síaukinn ferðamannastraumur hafa mjög verið í brennidepli í ráðherratíð Ragnheiðar. Hún lagði fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi 2015 en það mætti mikilli andstöðu, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni. Það varð því ekkert úr því að frumvarpið yrði að lögum en framboðssíðunni segir Ragnheiður þetta um málefni ferðaþjónustunnar: „Málefni ferðaþjónustunnar eru komin í skýran farveg með stefnu til framtíðar - Vegvísi í ferðaþjónustu - og Stjórnstöð ferðamála og aldrei hefur meiri fjármunum verið veitt til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum eins og á þessu kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum króna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi. Ragnheiður greinir frá framboðinu á sérstakri Facebook-síðu þess þar sem segir meðal annars: „Ég hef verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. Á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Það hafa verið sannkölluð forréttindi að vinna með öllu því kröftuga og öfluga fólki sem í kjördæminu býr að fjölmörgum viðfangsefnum, stórum og smáum. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 10. september.“ Þá rekur Ragnheiður árangur sinn á kjörtímabilinu sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Segist hún hafa lagt áherslu á að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu með því að bæta umgjörð atvinnulífsins, til að mynda með því að einfalda regluverk og efla nýsköpun. Ferðaþjónustan og síaukinn ferðamannastraumur hafa mjög verið í brennidepli í ráðherratíð Ragnheiðar. Hún lagði fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi 2015 en það mætti mikilli andstöðu, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni. Það varð því ekkert úr því að frumvarpið yrði að lögum en framboðssíðunni segir Ragnheiður þetta um málefni ferðaþjónustunnar: „Málefni ferðaþjónustunnar eru komin í skýran farveg með stefnu til framtíðar - Vegvísi í ferðaþjónustu - og Stjórnstöð ferðamála og aldrei hefur meiri fjármunum verið veitt til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum eins og á þessu kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum króna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23
Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12