Anton Sveinn: Munum bera þetta saman og kíkja á allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Anton Sveinn eftir sundið í keppnislauginni í Ríó í gær. vísir/anton Anton Sveinn McKee náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri íslensku sundstelpnanna og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Anton Sveinn komst í úrslit í bæði 100 og 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í maí en hann komst ekki í gegnum undanrásirnar í þessum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er sterkasti íþróttaviðburður í heimi og það var draumurinn að komast áfram. Það gerist kannski næst,“ sagði Anton Sveinn sem hefur greinilega þegar sett stefnuna á ÓL í Tókýó 2020. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi,“ sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum,“ sagði Anton. Fyrir ári var hann í úrslitasundinu í 200 metra bringusundinu á HM í Kazan og synti meira en sekúndu hraðar í sinni bestu grein. Hvað breyttist? „Ég á að vera í betra formi núna en á HM en við æfðum þetta allt öðruvísi fyrir HM. Þá voru töluvert erfiðari æfingar og ekki tekin eins mikil hvíld. Það er spurning hvort sé betra og það er eitthvað sem við verðum að fara yfir. Við munum bera þetta saman og kíkja á allt,“ sagði Anton Sveinn í gær. Hann varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi og í 35. sæti í 100 metra bringusundi. Hann er ekki á því að áreitið af því að vera á Ólympíuleikunum og við þessar sérstöku aðstæður hafi verið orkuþjófur fyrir hann. „Ég fór á leikana 2012 og vissi hvað ég var að fara út í. Mér líður vel í þessu Ólympíuumhverfi og ég held að það hafi ekki haft slæm áhrif. Þetta small bara ekki í dag,“ sagði Anton eftir sundið í gær. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sjá meira
Anton Sveinn McKee náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri íslensku sundstelpnanna og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Anton Sveinn komst í úrslit í bæði 100 og 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í maí en hann komst ekki í gegnum undanrásirnar í þessum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er sterkasti íþróttaviðburður í heimi og það var draumurinn að komast áfram. Það gerist kannski næst,“ sagði Anton Sveinn sem hefur greinilega þegar sett stefnuna á ÓL í Tókýó 2020. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi,“ sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum,“ sagði Anton. Fyrir ári var hann í úrslitasundinu í 200 metra bringusundinu á HM í Kazan og synti meira en sekúndu hraðar í sinni bestu grein. Hvað breyttist? „Ég á að vera í betra formi núna en á HM en við æfðum þetta allt öðruvísi fyrir HM. Þá voru töluvert erfiðari æfingar og ekki tekin eins mikil hvíld. Það er spurning hvort sé betra og það er eitthvað sem við verðum að fara yfir. Við munum bera þetta saman og kíkja á allt,“ sagði Anton Sveinn í gær. Hann varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi og í 35. sæti í 100 metra bringusundi. Hann er ekki á því að áreitið af því að vera á Ólympíuleikunum og við þessar sérstöku aðstæður hafi verið orkuþjófur fyrir hann. „Ég fór á leikana 2012 og vissi hvað ég var að fara út í. Mér líður vel í þessu Ólympíuumhverfi og ég held að það hafi ekki haft slæm áhrif. Þetta small bara ekki í dag,“ sagði Anton eftir sundið í gær.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti