Segir útlendinga kaupa sér aðgang að íslenskum fjörðum Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Forsvarsmenn Arctic Fish áforma að slátra um 8.000 tonnum árlega innan fárra ára. vísir/sigurjón Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Helmingur laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum er nú í eigu norska laxeldisrisans NRS eftir hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Kemur norska fyrirtækið inn með um 3,7 milljarða króna og er fyrirtækið því verðmetið á um 7,4 milljarða. Hinn helmingurinn er í eigu fyrirtækis á Kýpur, Beremsco Holding. Athygli vekur að Arctic Fish var rekið með 700 milljóna króna halla á árinu 2014 og í lok árs var eigið fé þess neikvætt um rúmar þrjú hundruð milljónir. Nú, einu og hálfu ári seinna, er verðið á fyrirtækinu mjög hátt. „Fyrirtækið hefur frá upphafi verið í eigu erlendra aðila. Íslendingar hafa átt fimm prósent í því en eftir hlutafjáraukninguna er sá hlutur 2,5 prósent,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Orri Vigfússon, formaður NASF, félags um verndun Norður-Atlantshafslaxinn, segir verðið á fyrirtækinu ekki geta byggst á neinu öðru en væntingum til framtíðar. „Það er verið að selja aðgang að íslenskum fjörðum enda hafa innlendu fiskeldisfyrirtækin sótt um heimild til eldis upp á tugi þúsunda tonna sem nánast ekkert gjald er tekið fyrir,“ segir Orri. „Til samanburðar héldu norsk yfirvöld uppboð á heimildum fyrir laxeldi í sjó og voru átta hundruð milljónir króna boðnar í ódýrustu eitt þúsund tonna framleiðsluleyfin.“Orri VigfússonHér á landi greiða fiskeldisfyrirtækin í svokallaðan umhverfissjóð og er greiðslan eitthvað í kringum 2,5 milljónir króna fyrir þúsund tonn. Orri vill að umræða verði tekin í samfélaginu um erlent eignarhald á fiskeldisfyrirtækjum á sama tíma og strangar reglur eru til um eignarhald erlendra einstaklinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. „Því virðist augljóst að verið sé að selja ódýran eldiskvóta og íslenskur almenningur fær ekkert fyrir þá sölu í formi auðlindagjalds,“ bætir Orri við. Sigurður segir ekki hægt að bera saman norskar aðstæður í laxeldi og svo á Íslandi. „Í Noregi hefur öll rannsóknarvinna farið fram og norska ríkið er búið að skipuleggja allt eldi í sjó. Hér þurfa fyrirtækin sjálf að greiða fyrir rannsóknir og annað sem til fellur við umsóknir um leyfi og því ekki hægt að bera saman aðstæðurnar,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur