Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Gissur Sigurðsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 11:35 Hlið á garðinum var rifið upp og því fleygt á jörðina. Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina. Pokemon Go Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina.
Pokemon Go Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira