Margir bjuggust við spennandi bardaga á milli Anthony „Rumble“ Johnson og Glover Teixeira á UFC 202 um helgina. Sú varð ekki raunin.
Johnson tók sér nefnilega aðeins 13 sekúndur í að rota Teixeira og það gerði hann eðlilega með stæl.
Þetta var bardagi í léttþungavigt um tækifæri til þess að mæta heimsmeistaranum Daniel Cormier.
Það er nokkuð ljóst að Johnson mun fá tækifærið gegn Cormier eftir þessa frammistöðu.
Sjá má rothöggið hér að ofan.
Sjáðu Johnson rota Teixeira á 13 sekúndum
Tengdar fréttir

Fékk tífalt meira en næstlaunahæsti sigurvegarinn
Conor McGregor fékk 350 milljónir fyrir bardagann gegn Nate Diaz. Næstlaunahæsti sigurvegari kvöldsins fékk 31 milljón.

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga
UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.