Segir formann reyna að bjarga eigin skinni Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um flokksþing í haust. Tvö kjördæmisþing Framsóknarflokksins um helgina samþykktu tillögu þess efnis að boða ætti til flokksþing fyrir kosningar þar sem ný foryrsta verður kosin. Samskonar tillaga var felld í kjördæmi formannsins þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um að halda flokksþing fyrir kosningar. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, segir mjög marga í grasrót flokksins vilja sjá flokksþing fyrir kosningar og mikilvægt sé að forystan endurnýi umboð sitt. Eygló er sammála þeim aðilum sem hafa talað fyrir því að boða til flokksþings fyrir kosningar. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft gott af því að halda flokksþing fyrir kosningar þar sem línur eru lagðar,“ segir Eygló. „Ég er í forystusveit flokksins og verði boðað til flokksþings þarf hver og einn að meta stöðu sína og hlusta á grasrótina,“ segir Eygló þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns komi til flokksþings. „Nú er fókusinn á húsnæðismálunum og ég mun fara á Vesturland til að ræða húsnæðismál og þyrfti líka að fara til Akureyrar að ræða húsnæðismál,“ bætir Eygló við.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstFormaður Framsóknarflokksins er með útspili sínu á kjördæmaþingi flokksins í norðausturkjördæmi að hugsa um eigin hag og sé í ferð að bjarga sínu eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi fyrir kosningar. Það sé svo álitamál hvert sú ferð fari saman við hagsmuni flokksins, segir Grétar Þór Eyþórsson, Prófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann á Akureyri. Ljóst er að staða hans sé ekki mjög sterk á landsvísu. „Það er alveg á hreinu að Sigmundur og stuðningsmenn hans vilja ekki flokksþing fyrir kosningar. Þess vegna er hann væntanlega að þæfa mál þannig að það verði ekki haldið flokksþing fyrr en eftir kosningar,“ segir Grétar Þór. „Þarna eru uppi átök og er Sigmundur Davíð að bjarga sínum pólitíska heiðri með að hrökklast ekki frá völdum sem formaður á flokksþingi.“Rætt var við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Tvö kjördæmisþing Framsóknarflokksins um helgina samþykktu tillögu þess efnis að boða ætti til flokksþing fyrir kosningar þar sem ný foryrsta verður kosin. Samskonar tillaga var felld í kjördæmi formannsins þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um að halda flokksþing fyrir kosningar. Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, segir mjög marga í grasrót flokksins vilja sjá flokksþing fyrir kosningar og mikilvægt sé að forystan endurnýi umboð sitt. Eygló er sammála þeim aðilum sem hafa talað fyrir því að boða til flokksþings fyrir kosningar. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft gott af því að halda flokksþing fyrir kosningar þar sem línur eru lagðar,“ segir Eygló. „Ég er í forystusveit flokksins og verði boðað til flokksþings þarf hver og einn að meta stöðu sína og hlusta á grasrótina,“ segir Eygló þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns komi til flokksþings. „Nú er fókusinn á húsnæðismálunum og ég mun fara á Vesturland til að ræða húsnæðismál og þyrfti líka að fara til Akureyrar að ræða húsnæðismál,“ bætir Eygló við.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstFormaður Framsóknarflokksins er með útspili sínu á kjördæmaþingi flokksins í norðausturkjördæmi að hugsa um eigin hag og sé í ferð að bjarga sínu eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi fyrir kosningar. Það sé svo álitamál hvert sú ferð fari saman við hagsmuni flokksins, segir Grétar Þór Eyþórsson, Prófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann á Akureyri. Ljóst er að staða hans sé ekki mjög sterk á landsvísu. „Það er alveg á hreinu að Sigmundur og stuðningsmenn hans vilja ekki flokksþing fyrir kosningar. Þess vegna er hann væntanlega að þæfa mál þannig að það verði ekki haldið flokksþing fyrr en eftir kosningar,“ segir Grétar Þór. „Þarna eru uppi átök og er Sigmundur Davíð að bjarga sínum pólitíska heiðri með að hrökklast ekki frá völdum sem formaður á flokksþingi.“Rætt var við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira