Leiknum endaði með 1-1 jafntefli en Brasilía vann 5-4 í vítakeppni. Neymar skoraði mark Brasilíu í leiknum sjálfum með skoti beint úr aukaspyrnu og hann skoraði síðan úr síðustu vítaspyrnunni í vítakeppninni.
Brasilía fékk bronsið á ÓL í Peking 2008 og silfur í London fyrir fjórum árum. Brasilía varð hinsvegar nú nítjánda þjóðin sem eignast Ólympíumeistara í fótbolta karla.
Neymar var hrókur alls fagnaðar eftir leikinn en það var ótrúleg stemmning á Maracana leikvanginum. Heimamenn hreinlega misstu sig þegar gullið var í höfn.
Neymar og félagar misstu líka allir gjörsamlega stjórn á tilfinningum sínum og tárin streymdu.
Neymar mætti síðan með skilaboð í verðlaunaafhendinguna. Hann var með borða um höfuðið þar sem kom fram að þetta væri hundrað prósent Jesús að þakka. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Neymar fagna gullinu með löndum sínum á Maracana í gær.







